16 ára Íslendingur gerir út í Gildeskål í Noregi

Svani Þór Jónssyni er sjómennskan í blóð borin. Hann bíður ...
Svani Þór Jónssyni er sjómennskan í blóð borin. Hann bíður eftir því að ufsi og þorskur komi nær landi. Ljósmynd/Hilde Kvammen

Svanur Þór Jónsson, 16 ára íslenskur strákur, komst á síður Fiskeribladet sem er stærsta sjávarútvegsblað við norðurströnd Noregs þrátt fyrir að hafa einungis búið hálft ár í Noregi. Viðtalið var tekið í tilefni þess að Svanur Þór á og gerir sjálfur út sex metra Nyra-plastbát sem tekur hálft tonn af fiski.

„Ég fékk smábátaréttindi í sumar og ræ með skólanum. Ég keypti bátinn minn fyrir fjórum mánuðum en það hefur ekki gengið neitt svakalega vel í vetur. Fiskurinn er ekki kominn nógu nálægt landi og ég ræ bara innan fjarðar,“ segir Svanur Þór sem býr í Gildeskål sem er sveitarfélag sunnan við Bodø í fylkinu Norður-Noregi.

Svanur Þór, sem verður 17 ára í maí, stundar nám í sjávarútvegsfræði við framhaldsskólann í Meløy. Hann reiknar með að klára bóklegt nám við skólann á næsta ári og eftir það taki við eitt ár í starfsnámi.

Sjá viðtal við Svan Þór í heild á baksíðu Morgunblaðsins í gær.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.4.19 Björg I NS-011 Grásleppunet
Grásleppa 606 kg
Samtals 606 kg
20.4.19 Eydís NS-320 Grásleppunet
Grásleppa 1.996 kg
Þorskur 253 kg
Ýsa 183 kg
Skarkoli 147 kg
Samtals 2.579 kg
20.4.19 Kvikur EA-020 Grásleppunet
Grásleppa 2.586 kg
Þorskur 339 kg
Samtals 2.925 kg
20.4.19 Stella EA-028 Grásleppunet
Grásleppa 1.118 kg
Samtals 1.118 kg
20.4.19 Hólmi NS-056 Grásleppunet
Grásleppa 1.240 kg
Samtals 1.240 kg

Skoða allar landanir »