Hásetinn víkur úr brúnni

Trausti Jörundarson tekur við af Konráð Alfreðssyni.
Trausti Jörundarson tekur við af Konráð Alfreðssyni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Það hefur margt breyst og mikið gerst frá því að ég hóf störf að kjaramálum sjómanna fyrir röskum 30 árum. Þetta var á þeim tíma sem tölvurnar voru að byrja að ryðja sér til rúms í stéttarfélögunum, svartir skjáir með grænum stöfum,“ rifjar Konráð Alfreðsson upp, en hann lét af formennsku í Sjómannafélagi Eyjafjarðar fyrir viku.

Hann hefur verið lengur í brúnni heldur en flestir aðrir forystumenn í verkalýðshreyfingunni á síðari árum og hefur nú dregið sig í hlé, 66 ára að aldri. Ný áhöfn hefur tekið við stjórn félagsins undir forystu Trausta Jörundarsonar, sem hefur síðustu ár verið á togaranum Björgúlfi, sem Samherji gerir út.

Hafði ekki efni á húsasmíðinni

„Þeir lofa góðu þessir drengir, sem nú eru í stjórninni“, segir Konráð, sem áður hafði látið af embætti varaformanns Sjómannasambands Íslands og verkefnum innan Alþýðusambandsins.

Konráð byrjaði snemma til sjós og þá á bátum úr sinni heimabyggð, Hrísey. Þaðan lá leiðin á Akureyrina 1983, þegar Samherji hóf sinn rekstur, þar sem hann var í rúm fimm ár. Síðan var Konráð um tíma á Sléttbak, sem búið var að lengja og breyta í frystitogara. 1989 var hann síðan kosinn formaður félagsins og hóf störf á skrifstofunni.

„Ég hafði eiginlega alltaf verið háseti eða kokkur til sjós, en skrapp þó í land til að læra húsasmíði. Ég hafði hins vegar ekki efni á því til lengdar og fór aftur á sjóinn.“

Ítarlegra viðtal við Konráð má lesa í Morgunblaðinu sem kom út á föstudag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.19 Dagrún HU-121 Grásleppunet
Grásleppa 1.752 kg
Þorskur 335 kg
Skarkoli 28 kg
Steinbítur 18 kg
Rauðmagi 10 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 2.152 kg
22.4.19 Kambur HU-024 Grásleppunet
Grásleppa 1.401 kg
Þorskur 121 kg
Skarkoli 21 kg
Rauðmagi 7 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 1.554 kg
22.4.19 Lukka ÓF-057 Grásleppunet
Grásleppa 426 kg
Þorskur 14 kg
Samtals 440 kg

Skoða allar landanir »