Hásetinn víkur úr brúnni

Trausti Jörundarson tekur við af Konráð Alfreðssyni.
Trausti Jörundarson tekur við af Konráð Alfreðssyni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Það hefur margt breyst og mikið gerst frá því að ég hóf störf að kjaramálum sjómanna fyrir röskum 30 árum. Þetta var á þeim tíma sem tölvurnar voru að byrja að ryðja sér til rúms í stéttarfélögunum, svartir skjáir með grænum stöfum,“ rifjar Konráð Alfreðsson upp, en hann lét af formennsku í Sjómannafélagi Eyjafjarðar fyrir viku.

Hann hefur verið lengur í brúnni heldur en flestir aðrir forystumenn í verkalýðshreyfingunni á síðari árum og hefur nú dregið sig í hlé, 66 ára að aldri. Ný áhöfn hefur tekið við stjórn félagsins undir forystu Trausta Jörundarsonar, sem hefur síðustu ár verið á togaranum Björgúlfi, sem Samherji gerir út.

Hafði ekki efni á húsasmíðinni

„Þeir lofa góðu þessir drengir, sem nú eru í stjórninni“, segir Konráð, sem áður hafði látið af embætti varaformanns Sjómannasambands Íslands og verkefnum innan Alþýðusambandsins.

Konráð byrjaði snemma til sjós og þá á bátum úr sinni heimabyggð, Hrísey. Þaðan lá leiðin á Akureyrina 1983, þegar Samherji hóf sinn rekstur, þar sem hann var í rúm fimm ár. Síðan var Konráð um tíma á Sléttbak, sem búið var að lengja og breyta í frystitogara. 1989 var hann síðan kosinn formaður félagsins og hóf störf á skrifstofunni.

„Ég hafði eiginlega alltaf verið háseti eða kokkur til sjós, en skrapp þó í land til að læra húsasmíði. Ég hafði hins vegar ekki efni á því til lengdar og fór aftur á sjóinn.“

Ítarlegra viðtal við Konráð má lesa í Morgunblaðinu sem kom út á föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »