Allt gert til að fyrirbyggja sýkingu

Kvíar Laxa fiskeldis á blíðviðrisdegi. Huga þarf vandlega að sótthreinsun …
Kvíar Laxa fiskeldis á blíðviðrisdegi. Huga þarf vandlega að sótthreinsun tækja og fatnaðar og hvíla eldissvæðin.

Í íslensku laxeldi er ströngum heilbrigðiskröfum fylgt til að lágmarka líkurnar á sjúkdómum. Í Noregi eru fiskar settir í kvíarnar sem éta lúsina af laxinum.

Miklar framfarir hafa orðið í sjúkdómavörnum í fiskeldi og má sem dæmi nefna að í Noregi hefur þróunin náð því stigi að ekki þarf lengur að beita lyfjum til að halda laxalús í skefjum. Fiskeldisfyrirtæki þurfa samt að gæta sín að sofna ekki á verðinum og gefa engan afslátt af ýtrustu kröfum.

Þetta segir Gunnar Steinn Gunnarsson, framleiðslustjóri matfisks hjá Löxum fiskeldi. Á Strandbúnaðar-ráðstefnunni 21. til 22. mars mun hann halda erindi um sjúkdómavarnir og forvarnir í íslensku laxeldi en Gunnar Steinn er að ljúka doktorsnámi á sviði fisksjúkdóma við Háskólann í Björgvin.

Gunnar Steinn Gunnarsson er sérfræðingur í fisksjúkdómum.
Gunnar Steinn Gunnarsson er sérfræðingur í fisksjúkdómum.

Berst í eldislaxinn með villtum laxi

Ýmsir sjúkdómar geta gert fiskeldisfyrirtækjum lífið leitt en laxalúsin hefur verið stærsta vandamálið í norsku laxeldi. Gunnar Steinn segir aðstæður á Íslandi góðar að því leyti að hér er sjórinn ögn kaldari en í norsku fjörðunum og fyrir vikið þrífst lúsin ekki eins vel.

„Rannsóknir á þróun lirfu laxalúsarinnar hafa leitt í ljós að um leið og hitastigið fer undir 4°C hægir verulega á vexti lúsarinnar, henni gengur illa að festa sig við laxinn og drepst. Umhverfis Ísland er sjórinn á bilinu 8-9°C þegar hann er heitastur en fer allt niður í 2,5°C á veturna,“ útskýrir Gunnar og bætir við að þar með sé ekki hægt að stóla á að lúsin muni aldrei láta á sér kræla hjá íslenskum laxeldisstöðvum.

„Laxalúsin berst í eldislaxinn með villtum laxi og þó greinin hérlendis hafi sloppið vel til þessa er ekki hægt að útiloka að lúsin verði á einhverjum tímapunkti til vandræða. Eru fiskeldisstöðvar á Austurlandi að því leyti betur staddar að þar er minna af villtum laxi.“

Ítarlegri umfjöllun má lesa í ViðskiptaMogganum sem fylgdi Morgunblaðinu á fimmtudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 423,65 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 526,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,17 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 423,65 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 526,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,17 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »