Brotthvarf Japans hefur engin áhrif

Íslendingar munu áfram stunda viðskipti með hvalaafurðir við Japan.
Íslendingar munu áfram stunda viðskipti með hvalaafurðir við Japan. mbl.is/Alfons Finnsson

Brotthvarf Japans úr Alþjóðahvalveiðiráðinu mun ekki hafa áhrif á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands um að stunda viðskipti með hvalaafurðir við Japan.

Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns VG.

Japanska ríkisstjórnin tilkynnti í desember að þjóðin ætlaði að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar að nýju og tekur úrsögnin gildi 30. júní næstkomandi. 

Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna tekur ekki til viðskipta með hvalaafurðir og Ísland hefur ekki gengist undir neinar alþjóðlegar skuldbindingar hvað þetta varðar í þeim samningi, að því er kemur fram í svarinu.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Eggert

Í samningum eru ákvæði um að ríki hafi samráð varðandi stjórn og nýtingu lifandi auðlinda í hafinu, þar á meðal hvala. Umtalsvert svigrúm er samt til að hátta samráðinu á ýmsan hátt og í hafréttarsamningi SÞ eru engin ákvæði um að ríki þurfi að vera aðilar að Alþjóðahvalveiðiráðinu til að stunda hvalveiðar eða til að taka þátt í verslun með hvalaafurðir.

Fram kemur í svarinu að milliríkjaverslun með hvalaafurðir takmarkast við þau ríki sem eru ekki bundin af skráningu viðkomandi hvalategunda í fyrsta viðauka CITES-samningsins, sem er alþjóðlegur samningur um viðskipti með tegundir dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.19 Venus NS-150 Flotvarpa
Kolmunni 2.704.433 kg
Samtals 2.704.433 kg
18.4.19 Guðmundur Þór SU-121 Grásleppunet
Grásleppa 1.094 kg
Þorskur 204 kg
Ýsa 28 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.332 kg
18.4.19 Fönix BA-123 Grásleppunet
Grásleppa 5.289 kg
Þorskur 505 kg
Rauðmagi 61 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 5.859 kg
18.4.19 Sæfari BA-110 Grásleppunet
Grásleppa 3.728 kg
Samtals 3.728 kg

Skoða allar landanir »