Lætur af störfum hjá Samherja

Óskar Ævarsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja.
Óskar Ævarsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja.

Framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja, Óskar Ævarsson, hefur ákveðið að láta af störfum.

„Þetta eru búin að vera góð ár og í raun forréttindi að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í Samherjaævintýrinu,“ segir Óskar, sem starfað hefur og verið í kringum Samherjafrændurna Þorstein Má og Kristján í yfir þrjátíu ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samherja.

Leiðir þeirra lágu fyrst saman í Slippnum í Njarðvík en Óskar hóf störf hjá Samherja í maí 1989 sem yfirvélstjóri á Hjalteyrinni EA-310 og var síðan yfirvélstjóri á ýmsum skipum Samherja allt þar til hann kom í land árið 1997. Hann flutti til Grindavíkur og tók við rekstri Fiskimjöls & Lýsis, en það fyrirtæki var þá í eigu Samherja en rann síðar inn í Samherjasamstæðuna, meðan Óskar hafði yfirumsjón með rekstrinum.

Flutti til Cuxhaven 2006

Árið 2006 lagði Óskar síðan land undir fót og flutti með fjölskylduna í nágrenni Cuxhaven í Þýskalandi, þar sem hann réð sig sem framkvæmdastjóra útgerðasviðs EU útgerðar Samherja. Þar hefur Óskar staðið í brúnni í nærri 14 ár og meðal annars haft yfirumsjón með nýsmíðaverkefnum á sama tíma og hann hefur verið vakinn og sofinn yfir daglegri útgerð skipa Samherja, sem eru gerð út undir mismundandi þjóðfánum Evrópusambandsríkja.

„Ég er búinn að starfa með þeim frændum nærri frá upphafi þegar að þeir hófu rekstur á Samherja og því verið svo heppinn að vera þátttakandi í þessu ævintýri með þeim ásamt mörgu öðru góðu fólki. Þessi tími hefur verið mjög skemmtilegur en líka mjög krefjandi og ég var búinn að lofa sjálfum mér og Andreu konu minni, sem hefur alltaf stutt mig 100% og gefið 100% svigrúm og skilning til að ég gæti sinnt þessu krefjandi starfi, að við myndum hætta að sofa með farsímann minn á náttborðinu þegar ég yrði sextugur.“

Óskar er spurður hvað taki við hjá þeim hjónum og hvort eiginkonan verði ekki leið á honum.

„Nei það held ég ekki, ég er svo skemmtilegur,“ segir Óskar hlæjandi, „en við skulum sjá til, ef ég þekki þá Samherjafrændur rétt týnist eitthvað til,“ bætir hann við brosandi.

Tekið er fram í tilkynningunni að Þorsteinn Már og Kristján þakki Óskari fyrir frábært og einstaklega farsælt samstarf í gegnum árin.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.19 Dagrún HU-121 Grásleppunet
Grásleppa 1.752 kg
Þorskur 335 kg
Skarkoli 28 kg
Steinbítur 18 kg
Rauðmagi 10 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 2.152 kg
22.4.19 Kambur HU-024 Grásleppunet
Grásleppa 1.401 kg
Þorskur 121 kg
Skarkoli 21 kg
Rauðmagi 7 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 1.554 kg
22.4.19 Lukka ÓF-057 Grásleppunet
Grásleppa 426 kg
Þorskur 14 kg
Samtals 440 kg

Skoða allar landanir »