Sú fyrsta í sögu Landhelgisgæslu Íslands

Tinna í vélarsal varðskipsins Þórs.
Tinna í vélarsal varðskipsins Þórs. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hóf fyrst störf hjá Landhelgisgæslunni í apríl 2018 og byrjaði í janúar síðastliðnum í starfi vélstjóra en fram að þeim tíma gegndi ég annarri stöðu innan gæslunnar,“ segir Tinna Magnúsdóttir, 2. vélstjóri á varðskipinu Þór, í samtali við Morgunblaðið. Er hún fyrsta konan í sögu Landhelgisgæslu Íslands til að fá fastráðningu í starf vélstjóra.

Þegar Morgunblaðið náði tali af Tinnu var hún önnum kafin við vinnu sína um borð í Þór. Var þá verið að undirbúa þriggja vikna úthald þar sem Tinna mun standa vaktina í hjarta skipsins ásamt yfirvélstjóra og 1. vélstjóra, en Þór leggur af stað frá bryggju á morgun, miðvikudag.

Tinna brautskráðist frá Vélskóla Íslands í maí 2017, en fyrir var hún blikksmiður. Spurð hvað fékk hana til að læra til vélstjóra kveðst hún ekki vita svarið.

„Ég bara hreinlega veit ekki hvað varð til þess að ég fór í þetta nám. Ég er spurð þessarar spurningar svolítið oft en hef eiginlega ekkert svar við henni. Eftir að ég lauk námi í blikksmíði langaði mig til að læra eitthvað meira. Svo bara gerðist það,“ segir hún og bætir við: „Ég hitti aftur á móti á rétt nám!“

Fáar konur lokið sama námi

Fyrsta konan til að verða vélstjóri hér á landi hóf nám árið 1974, en það ár var gerð breyting á reglum sem leyfði konum að stunda nám í vélstjórn. Fram að þeim tíma var það ekki leyfilegt.

Aðspurð segir Tinna mjög fáar konur hafa brautskráðst með sama próf og hún, eða innan við tíu konur.

„Ég held við séum átta talsins sem höfum útskrifast með þessi réttindi frá því að okkur var leyft að fara í þetta nám. Þetta eru stærstu réttindin,“ segir hún.

– En hvernig er að starfa hjá Landhelgisgæslunni?

„Það er mjög fínn mórall hérna og frábær hópur sem ég er að vinna með hjá gæslunni,“ segir hún.

Þýðingarmikið fyrir gæsluna

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands, segir það vera „ákaflega ánægjulegt“ að kona skuli nú gegna starfi vélstjóra hjá gæslunni.

„Þetta er þýðingarmikið skref fyrir stofnunina enda er yfirlýst markmið hjá Landhelgisgæslunni að auka hlut kvenna í starfseminni. Hér á landi hafa fáar konur útskrifast vélstjórar og við erum heppin að fá eina þeirra til liðs við okkur. Núna eru fjórar konur í áhöfnum varðskipanna og við bindum vonir við að þær verði fleiri á komandi árum.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.19 Dagrún HU-121 Grásleppunet
Grásleppa 1.752 kg
Þorskur 335 kg
Skarkoli 28 kg
Steinbítur 18 kg
Rauðmagi 10 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 2.152 kg
22.4.19 Kambur HU-024 Grásleppunet
Grásleppa 1.401 kg
Þorskur 121 kg
Skarkoli 21 kg
Rauðmagi 7 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 1.554 kg
22.4.19 Lukka ÓF-057 Grásleppunet
Grásleppa 426 kg
Þorskur 14 kg
Samtals 440 kg

Skoða allar landanir »