Stofnað sé til átaka um náttúru Íslands

60.000 Íslendingar eru sagðir stunda lax- og/eða silungsveiðar.
60.000 Íslendingar eru sagðir stunda lax- og/eða silungsveiðar. mbl.is/Einar Falur

Formannafundur Landssambands veiðifélaga og Landssambands stangaveiðifélaga átelur harðlega það samráðsleysi sem sagt er hafa verið viðhaft við undirbúning framlagðs frumvarps til breytinga á lögum um fiskeldi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samböndunum tveimur. Í henni segir að vinnubrögð við undirbúning frumvarpsins séu ekki til þess fallin að ná sátt um þetta mikilvæga mál. Þvert á móti sé verið að stofna til átaka um náttúru Íslands.

Í ályktun fundarins er fullyrt að í fyrirliggjandi frumvarpi sé ekki að finna skýra stefnumörkun  um að þróa skuli fiskeldi til umhverfisvænni eldisaðferða í framtíðinni eða leiðir til að ná þeim markmiðum.

„Tillögur um að svokölluð samráðsnefnd um fiskeldi hafi það með höndum að gera tillögur að breytingum á áhættumati um erfðablöndun opnar leið til pólitískra afskipta af matinu. Ákvæðið er augljóslega sett fram til að auðvelda ráðherra að hafa pólitísk áhrif á niðurstöður áhættumats erfðablöndunar og fer því alfarið gegn ákvæðum náttúruverndarlaga um meginreglur sem skylt er að hafa í heiðri til verndar náttúrunni,“ segir í tilkynningu sambandanna.

Veiðimenn og veiðiréttareigendur snúi bökum saman

„Fundurinn hvetur til þess að ytra eftirlit með fiskeldi verði aukið og falið Fiskistofu. Þá varar fundurinn við að ákvæði frumvarpsins um heimildir Hafrannsóknastofnunar til rannsókna virðist eiga að nota til að lauma norskum laxi í sjókvíar í Ísafjarðardjúpi, án þess að lögbundin leyfi liggi fyrir og undir því yfirskyni að um „tilraun“ sé að ræða. Meiri ástæða væri til að auka grunnrannsóknir á lífríkinu og þeim áhrifum sem núverandi eldi hefur á umhverfið.“

Samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans um virði lax- og silungsveiða hafi 3.400 lögbýli tekjur af lax- og silungsveiði í dreifðu byggðum landsins. Þá leiði skýrslan einnig í ljós að 60.000 Íslendingar stundi lax- og/eða silungsveiðar. Verndun þessarar auðlindar eigi að vera leiðarljós við alla lagasetningu um fiskeldi. 

Að lokum segir að á fundinum hafi verið ákveðið að veiðimenn og veiðiréttareigendur snúi bökum saman til varnar villtum laxastofnum, og muni „berjast sameiginlega gegn skaðlegum áformum sjókvíaeldisfyrirtækjanna“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Guðrún Petrína HU 107 Grásleppunet
Grásleppa 1.141 kg
Þorskur 83 kg
Samtals 1.224 kg
19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Sunna Líf GK 61 Grásleppunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
19.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 769 kg
Ýsa 14 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 785 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Guðrún Petrína HU 107 Grásleppunet
Grásleppa 1.141 kg
Þorskur 83 kg
Samtals 1.224 kg
19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Sunna Líf GK 61 Grásleppunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
19.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 769 kg
Ýsa 14 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 785 kg

Skoða allar landanir »