Fiskeldi fjórfaldast á 10 árum

Framleiðsla fiskeldis hefur fjórfaldast á tíu árum.
Framleiðsla fiskeldis hefur fjórfaldast á tíu árum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Heildarframleiðslumagn fiskeldis á Íslandi hefur fjórfaldast á tíu árum þrátt fyrir að samdráttur væri um 1,8 þúsund tonn í fyrra og var heildarframleiðsla ársins 2018 um 19 þúsund tonn, að því er segir á vef Hagstofu Íslands. Útflutningsverðmæti greinarinnar voru 14,1 milljarður króna 2018.

Þá voru tekjur fyrirtækja í fiskeldi 19 milljarðar króna árið 2017 og útflutningstekjur það ár 14,8 milljarðar króna. Fram kemur að farið hafi verið í umfangsmiklar fjárfestingar í greininni á undanförnum árum samhliða framleiðsluaukningunni.

Skýrist samdráttur í framleiðslu milli 2018 og 2017 aðallega af miklum samdrætti í framleiðslu regnbogasilungs.

Hagstofa Íslands

Þrátt fyrir auknar fjárhagsskuldbindingar er eiginfjárhlutfall greinarinnar talið sterkt og var 51% árið 2017. Sama ár störfuðu 435 launþegar hjá fiskeldisfyrirtækjum.

Árið 2018 voru framleidd 13,5 þúsund tonn af eldislaxi og tæplega 5 þúsund tonn af bleikju.

„Magn slátraðs eldisfisks hefur næstum fjórfaldast á síðustu 10 árum,“ samkvæmt Hagstofunni. Þá segir á vef hennar að Ísland hafi verið fjórði stærsti framleiðandi eldislax og stærsti framleiðandi bleikju í Evrópu árið 2016.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.2.20 323,73 kr/kg
Þorskur, slægður 28.2.20 397,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.2.20 269,47 kr/kg
Ýsa, slægð 28.2.20 263,11 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.2.20 132,90 kr/kg
Ufsi, slægður 28.2.20 191,78 kr/kg
Djúpkarfi 21.2.20 232,23 kr/kg
Gullkarfi 28.2.20 256,07 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.2.20 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.2.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 351 kg
Hlýri 13 kg
Ýsa 2 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 367 kg
28.2.20 Geirfugl GK-066 Landbeitt lína
Þorskur 3.067 kg
Steinbítur 355 kg
Ýsa 95 kg
Samtals 3.517 kg
28.2.20 Haförn ÞH-026 Dragnót
Skarkoli 3.544 kg
Steinbítur 2.031 kg
Sandkoli 1.419 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 7.022 kg
28.2.20 Ottó N Þorláksson VE-005 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 20.276 kg
Djúpkarfi 14.048 kg
Samtals 34.324 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.2.20 323,73 kr/kg
Þorskur, slægður 28.2.20 397,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.2.20 269,47 kr/kg
Ýsa, slægð 28.2.20 263,11 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.2.20 132,90 kr/kg
Ufsi, slægður 28.2.20 191,78 kr/kg
Djúpkarfi 21.2.20 232,23 kr/kg
Gullkarfi 28.2.20 256,07 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.2.20 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.2.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 351 kg
Hlýri 13 kg
Ýsa 2 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 367 kg
28.2.20 Geirfugl GK-066 Landbeitt lína
Þorskur 3.067 kg
Steinbítur 355 kg
Ýsa 95 kg
Samtals 3.517 kg
28.2.20 Haförn ÞH-026 Dragnót
Skarkoli 3.544 kg
Steinbítur 2.031 kg
Sandkoli 1.419 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 7.022 kg
28.2.20 Ottó N Þorláksson VE-005 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 20.276 kg
Djúpkarfi 14.048 kg
Samtals 34.324 kg

Skoða allar landanir »