Fiskeldi fjórfaldast á 10 árum

Framleiðsla fiskeldis hefur fjórfaldast á tíu árum.
Framleiðsla fiskeldis hefur fjórfaldast á tíu árum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Heildarframleiðslumagn fiskeldis á Íslandi hefur fjórfaldast á tíu árum þrátt fyrir að samdráttur væri um 1,8 þúsund tonn í fyrra og var heildarframleiðsla ársins 2018 um 19 þúsund tonn, að því er segir á vef Hagstofu Íslands. Útflutningsverðmæti greinarinnar voru 14,1 milljarður króna 2018.

Þá voru tekjur fyrirtækja í fiskeldi 19 milljarðar króna árið 2017 og útflutningstekjur það ár 14,8 milljarðar króna. Fram kemur að farið hafi verið í umfangsmiklar fjárfestingar í greininni á undanförnum árum samhliða framleiðsluaukningunni.

Skýrist samdráttur í framleiðslu milli 2018 og 2017 aðallega af miklum samdrætti í framleiðslu regnbogasilungs.

Hagstofa Íslands

Þrátt fyrir auknar fjárhagsskuldbindingar er eiginfjárhlutfall greinarinnar talið sterkt og var 51% árið 2017. Sama ár störfuðu 435 launþegar hjá fiskeldisfyrirtækjum.

Árið 2018 voru framleidd 13,5 þúsund tonn af eldislaxi og tæplega 5 þúsund tonn af bleikju.

„Magn slátraðs eldisfisks hefur næstum fjórfaldast á síðustu 10 árum,“ samkvæmt Hagstofunni. Þá segir á vef hennar að Ísland hafi verið fjórði stærsti framleiðandi eldislax og stærsti framleiðandi bleikju í Evrópu árið 2016.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.19 288,26 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.19 360,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.19 224,19 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.19 241,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.19 96,72 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.19 137,38 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 24.4.19 247,63 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.19 Hafey BA-096 Grásleppunet
Grásleppa 1.605 kg
Þorskur 203 kg
Samtals 1.808 kg
24.4.19 Ebbi AK-037 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 3.527 kg
Samtals 3.527 kg
24.4.19 Sæfari BA-110 Grásleppunet
Grásleppa 1.917 kg
Þorskur 66 kg
Samtals 1.983 kg
24.4.19 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Steinbítur 104 kg
Ýsa 79 kg
Þorskur 56 kg
Hlýri 13 kg
Skarkoli 11 kg
Keila 6 kg
Langa 6 kg
Samtals 275 kg

Skoða allar landanir »