Særún komin til heimahafnar

Grásleppubáturinn Særún frá Árskógssandi hefur verið uppfærður og er tilbúinn …
Grásleppubáturinn Særún frá Árskógssandi hefur verið uppfærður og er tilbúinn til veiða.

Útgerðarfélagið Sólrún ehf. á Árskógssandi fékk á dögunum nýjan bát til heimahafnar, Særúnu EA-251. Pétur Sigurðsson framkvæmdastjóri félagsins segir í samtali við 200 mílur að um sé að ræða bát sem keyptur var síðasta haust. „Við stækkuðum beitningarvélabátinn hjá okkur síðasta sumar, og seldum svo minni beitningavélabátinn sl. haust. Við tókum 12 tonna grásleppunetabát frá Gáska upp í frá kaupandanum. Upphaflega ætluðum við að selja hann aftur, en ákváðum svo að gera hann út, og vorum að láta klassa hann upp inni á Siglufirði. Við fengum hann svo hingað til Árskógssands í síðustu viku,“ segir Pétur.

Breytingarnar sem gerðar voru á bátnum voru þær helstar að sögn Péturs, að settur var í bátinn netabúnaður, skrokkurinn málaður og tækjabúnaður uppfærður. „Báturinn mun fara á grásleppuveiðar fram á vorið, eða eins lengi og það verður leyft. Svo geri ég ráð fyrir að við færum bátinn yfir í aflamarkið og verðum með hann eitthvað á þorskanetum á næsta fiskveiðaári, samhliða grásleppunni.  Hugsunin er að þetta verði netabátur, en fyrir erum við með fínan línubát, Sólrúnu, 15 tonna beitningavélabát.“

Pétur segir að veiðar Sólrúnar hafi gengið vel. „Við höfum verið að fiska svona 65 – 90 tonn á mánuði á fiskveiðiárinu. Hann er núna í smá slipp meðan á grásleppuvertíðinni stendur, en verður svo í róðri út fiskveiðiárið.“

Verðið með því besta

Spurður um grásleppuna sem veidd verður á vertíðinni segir Pétur að henni sé landað heilli, og verðið sé með því skárra sem þeir hafi séð síðan byrjað var að landa henni heilli, eða um 270 krónur á kílóið. Til samanburðar hafi kílóverðið verið um 170 krónur fyrir tveimur árum.

„Það eru nokkur innlend fyrirtæki sem framleiða grásleppukavíar úr hrognunum, en síðan er fiskurinn sjálfur slægður og heilfrystur og seldur til Kína. Sá markaður opnaðist fyrir nokkrum árum og hefur verið nokkuð stöðugur, og hefur getað tekið við því magni sem er að koma. Mér fannst mikil bót í því að fá þann markað inn, því áður var fiskinum bara hent úti á sjó.“

Tveir eru í áhöfn á Særúnu að sögn Péturs, en þrír í áhöfn Sólrúnar hverju sinni, og fjórir sjómenn skipta þeim plássum með sér.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.20 448,87 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.20 426,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.20 218,49 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.20 288,18 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.20 147,26 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.20 186,16 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.20 341,85 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.20 99,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.20 Vörður ÞH-044 Botnvarpa
Þorskur 80.082 kg
Ufsi 6.336 kg
Karfi / Gullkarfi 3.993 kg
Langa 301 kg
Hlýri 265 kg
Grálúða / Svarta spraka 183 kg
Steinbítur 103 kg
Lúða 46 kg
Keila 8 kg
Tindaskata 6 kg
Samtals 91.323 kg
20.1.20 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.314 kg
Ýsa 455 kg
Ufsi 90 kg
Skarkoli 30 kg
Karfi / Gullkarfi 27 kg
Langa 13 kg
Rauðmagi 8 kg
Hlýri 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.947 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.20 448,87 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.20 426,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.20 218,49 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.20 288,18 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.20 147,26 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.20 186,16 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.20 341,85 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.20 99,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.20 Vörður ÞH-044 Botnvarpa
Þorskur 80.082 kg
Ufsi 6.336 kg
Karfi / Gullkarfi 3.993 kg
Langa 301 kg
Hlýri 265 kg
Grálúða / Svarta spraka 183 kg
Steinbítur 103 kg
Lúða 46 kg
Keila 8 kg
Tindaskata 6 kg
Samtals 91.323 kg
20.1.20 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.314 kg
Ýsa 455 kg
Ufsi 90 kg
Skarkoli 30 kg
Karfi / Gullkarfi 27 kg
Langa 13 kg
Rauðmagi 8 kg
Hlýri 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.947 kg

Skoða allar landanir »