Leita að betra hráefni í fiskafóður

„Það skiptir ekki höfuðmáli hvaðan næringarefnin koma, heldur einfaldlega að …
„Það skiptir ekki höfuðmáli hvaðan næringarefnin koma, heldur einfaldlega að fóðrið innihaldi nýtanleg næringarefni í því magni sem fiskurinn þarf til að vaxa,“ segir Jón. mbl.is/Helgi Bjarnason

Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks.

Áhugaverðar rannsóknir standa yfir sem miða að því að framleiða fóður fyrir fiskeldi með umhverfisvænum en um leið hagkvæmum hætti. Jón Árnason, sérfræðingur hjá Matís, segir til mikils að vinna, enda myndi fóðurkaup á bilinu 50-70% af breytilegum kostnaði fiskeldisfyrirtækja, og Evrópa þurfi í dag að flytja inn um það bil 70% af því próteini sem notað er í fóðurgerð hvort heldur er til framleiðslu á kjöti eða fiski.

Jón, sem hélt erindi um þessi mál á Strandbúnaðarráðstefnunni í vikunni, segir að framan af hafi fiskeldisstöðvar notað fóður gert úr fiskimjöli og lýsi en verðhækkanir og verðsveiflur hafi orðið til þess að greinin fór að leita annarra fóðurhráefna sem nota mætti í staðinn án þess að draga úr næringargildi fóðursins. „Sú leið hefur verið farin að skipta fiskimjölinu og lýsinu að hluta út fyrir jurtaprótein og þá einkum aukaafurðir úr akuryrkju, s.s. úr korni og olíufræjum,“ útskýrir Jón og bætir við að tegundir eins og laxinn séu ekki matvandar og eigi meira sameiginlegt með hundum sem fúlsa varla við nokkrum mat, ólíkt köttunum sem sætta sig ekki við hvað sem er. Að skipta úr fiskmjöli yfir í jurtaprótein komi því ekki að sök:

„Það skiptir ekki höfuðmáli hvaðan næringarefnin koma, heldur einfaldlega að fóðrið innihaldi nýtanleg næringarefni í því magni sem fiskurinn þarf til að vaxa,“ segir hann en auk olíu og próteins úr jurtum er blandað í fóðrið vítamínum, steinefnum og litarefninu astaxathín sem laxinn þarf til að fá fallega bleika litinn á holdið.

„Fiskurinn vex jafn vel þegar búið er að skipta fiskimjöli út fyrir jurtaprótein en áhrifin á sótspor eru takmörkuð,“ útskýrir Jón en í fiskafóðrið er í dag einkum notað hráefni úr hveiti-, soja-, repju- og sólblómarækt. Hann segir flestar fóðurtegundir þó ennþá innihalda fiskimjöl í einhverju magni, og aðeins nýlega að framleiðendur hófu að selja fóður sem eingöngu er gert úr jurtaafurðum.

Ítarlegri umfjöllun má lesa í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu á miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »