Eldi á ófrjóum laxi hefst á Austfjörðum

Laxaseiði sett út í sjókvíar hjá Fiskeldi Austfjarða í Berufirði.
Laxaseiði sett út í sjókvíar hjá Fiskeldi Austfjarða í Berufirði. mbl.is//Helgi Bjarnason

Fiskeldi Austfjarða hefur fengið rekstrar- og starfsleyfi til stækkunar fiskeldis síns í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Gefur það fyrirtækinu möguleika á að auka laxeldi sitt.

Stór hluti leyfanna er bundinn því að alinn verði ófrjór lax. Er það í fyrsta skipti sem slíkt skilyrði er bundið í starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækis hér á landi. Eldi á ófrjóum laxi hefst í vor, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Fiskeldi Austfjarða er nú með 6.000 tonna laxeldi í Berufirði og hefur lengi viljað breyta regnbogasilungsleyfum sem það hefur haft í Berufirði og Fáskrúðsfirði í laxeldisleyfi. Eftir stækkun verður heimilt að ala 20.900 tonn af frjóum og ófrjóum laxi í þessum tveimur fjörðum.

Hafrannsóknastofnun hefur metið að Berufjörður beri 10 þúsund tonna eldi, Fáskrúðsfjörður 15 þúsund tonn og Reyðarfjörður 20 þúsund tonn. Annað fyrirtæki, Laxar - fiskeldi, er einnig með starfsemi í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Væntanlegt áhættumat Hafró takmarkar möguleika á eldi á frjóum laxi á Austfjörðum.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 109,80 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.19 Gunnþór ÞH-075 Grásleppunet
Grásleppa 1.001 kg
Samtals 1.001 kg
18.4.19 Elva Björg SI-084 Grásleppunet
Grásleppa 624 kg
Þorskur 94 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 731 kg
18.4.19 Már SK-090 Grásleppunet
Grásleppa 1.382 kg
Samtals 1.382 kg
18.4.19 Víkingur SI-078 Grásleppunet
Grásleppa 289 kg
Þorskur 63 kg
Samtals 352 kg
18.4.19 Edda SI-200 Grásleppunet
Grásleppa 1.393 kg
Þorskur 96 kg
Samtals 1.489 kg

Skoða allar landanir »