Raskar flutningum á ferskum fiski

Útflytjendur hafa lagt mikið á sig til að nema land …
Útflytjendur hafa lagt mikið á sig til að nema land fyrir ferskan íslenskan fisk í Bandaríkjunum og Kanada og stólað á stöðugar flugsamgöngur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppbygging leiðakerfis WOW Air á undanförnum árum varð til þess að nýir markaðir opnuðust fyrir ferskar íslenskar sjávarafurðir. Oft voru seljendur óðara búnir að koma á viðskiptasamböndum um leið og nýr áfangastaður bættist við en nú gæti reynst erfitt að halda þessum mörkuðum við.

Cargo Express hefur verið umboðsaðili fragtflutninga fyrir WOW og segir Róbert Tómasson, forstjóri fyrirtækisins, að það sé þungt högg að missa flugfélagið og minnki töluvert það flutningsrými sem útflytjendur geta nýtt sér. „Stærsta breytingin kom þó seint á síðasta ári þegar WOW skilaði breiðþotunum sem gátu borið mikla fragt. Undir það síðasta voru sjö flugvélar í notkun, hver þeirra að hámarki með pláss fyrir 3-4 tonn af fragt og hver vél með viðkomu á landinu tvisvar á dag.“

WOW Air á 60% hlut í Cargo Express og segir Róbert að dagleg starfsemi muni haldast óbreytt þar til annað kemur í ljós. Aðrir hluthafar vilji byggja reksturinn upp í samvinnu við önnur flugfélög en Cargo Express heldur utan um fragtflutninga með vélum Norwegian, American Airlines, United Airlines, airBaltic og Air Canada.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag segir Róbert seljendum ferskra sjávarafurða standa til boða ýmsar leiðir til að koma vörum sínum á markað erlendis, og margar tengingar milli Íslands og Evrópu, bæði á sjó og með flugi. Möguleikarnir séu aftur á móti færri fyrir fisk á leið vestur um haf. Bæði detta vissir áfangastaðir út með WOW, og flutningsgetan til annarra markaðssvæða minnkar. Er alls óvíst hvort að Icelandair og önnur flugfélög geti t.d. annað eftirspurn eftir flutningum til vesturstrandar Bandaríkjanna.

Róbert segir að það verði keppikefli Cargo Express að finna ásættanlega lausn fyrir þá útflytjendur sem verða fyrir áhrifum af gjaldþroti WOW. Bendir hann á að eftir að WOW hætti rekstri breiðþota hafi t.d. náðst góður árangur með flutningum til Bandaríkjanna í gegnum Evrópu og nefnir hann tengingar í London, Osló og Madrid í því sambandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »