Gjaldþrota og tugir missa vinnuna

Starfsfólk í fiskvinnslu. Mynd úr safni.
Starfsfólk í fiskvinnslu. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fiskvinnslufyrirtækið Toppfiskur hefur verið úrskurðað gjaldþrota, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Ljóst er að tugir manns hafa þar með misst vinnuna en meðalfjöldi starfa í fyrirtækinu á árunum 2016 og 2017 var 64 manns.

Tap af rekstri félagsins á árinu 2017 nam 280,1 milljón króna. Bókfært verð eigna í efnahagsreikningi nam 1.211,7 milljónum í árslok 2017 en bókfært eigið fé var neikvætt um 320,5 milljónir króna. Var því eiginfjárhlutfall félagsins neikvætt um 26,5% á þeim tímapunkti, samkvæmt tölum sem lesa má úr ársreikningi félagsins.

Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota á föstudag.

Um fjörutíu leitað aðstoðar

Rakel Pálsdóttir kynningarstjóri Eflingar staðfestir í samtali við mbl.is að um fjörutíu starfsmenn Toppfisks hafi leitað aðstoðar stéttarfélagsins í kjölfar gjaldþrotsins.

Hluthafar félagsins samkvæmt síðustu upplýsingum voru fjórir; Jón Steinn Elíasson framkvæmdastjóri með 85% hlutafjár og Laufey Eyjólfsdóttir, Lovísa Guðbjörg Ásgeirsdóttir og Anna Marta Ásgeirsdóttir með 5% hver.

Fyrirtækið hefur verið til húsa að Fiskislóð 65 í Reykjavík en á vef þess segir að um sé að ræða fjölskyldufyrirtæki sem hafi yfir hundrað manns í vinnu.

Ekki hefur náðst samband við stjórnendur Toppfisks í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »