„Ekki við starfsmenn að sakast“

Toppfiskur hefur verið til húsa að Fiskislóð 65 í Reykjavík.
Toppfiskur hefur verið til húsa að Fiskislóð 65 í Reykjavík. mbl.is/Eggert

Uppbyggingarstarf, sem unnið hefur verið í ár og áratugi með markvissri samvinnu eigenda og starfsfólks fiskvinnslufyrirtækisins Toppfisks, er því miður unnið fyrir gýg.

Þetta segir Jón Steinn Elíasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og eigandi meirihluta hlutafjár í Toppfiski, sem úrskurðað var gjaldþrota á föstudag. 200 mílur greindu frá því í gær að um fjörutíu starfsmenn fyrirtækisins hefðu leitað aðstoðar hjá stéttarfélaginu Eflingu í kjölfar gjaldþrotsins.

Fjörutíu og sjö starfsmenn í Reykjavík og á Bakkafirði

„Við gjaldþrot Toppfisks er hugur minn hjá því frábæra starfsfólki sem starfað hefur hjá fyrirtækinu í Reykjavík og á Bakkafirði. Þetta fólk hefur staðið sig afburða vel þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði sem fyrirtækið hefur búið við undanfarin ár,“ segir Jón Steinn í yfirlýsingu sem hann sendir 200 mílum.

Samkvæmt upplýsingum frá Toppfiski voru fjörutíu starfsmenn í vinnu hjá fyrirtækinu í Reykjavík áður en það var úrskurðað gjaldþrota. Sjö manns til viðbótar störfuðu á Bakkafirði, en til stóð að fjölga í starfsliðinu þar með innkomu aflaheimilda frá sérstökum byggðakvóta.

„Starfsumhverfi í greininni hefur verið sjálfstæðum fiskframleiðendum óhagfellt og því miður lyktaði hetjulegri baráttu allra sem að Toppfiski standa með því að rekstrarþroti varð ekki afstýrt. Þar er ekki við starfsmenn að sakast og kann ég öllu starfsfólki Toppfisks miklar þakkir. Það er mín einlæg von að það fái skjóta afgreiðslu með sín mál hjá Vinnumálastofnun og verkalýðsfélögum,“ segir Jón Steinn.

Jón Steinn segir stjórnvöld hafa talað reksturinn niður undanfarin ár.
Jón Steinn segir stjórnvöld hafa talað reksturinn niður undanfarin ár. mbl.is/Eggert

Fjandsamlegt sjálfstæðum fiskverkendum

„Um gjaldþrotið sjálft ætla ég ekki að tjá mig að svo stöddu að öðru leyti en því að ítreka hve fjandsamlegt rekstrarumhverfi í íslenskum sjávarútvegi er sjálfstæðum fiskverkendum. Snýr það jafnt að íslenska bankakerfinu og stjórnvöldum, sem hafa talað þennan rekstur niður undanfarin ár,“ bætir hann við.

„Sú staðreynd að stærstu kröfuhafar í þrotabú Toppfisks eru eigendur fyrirtækisins en ekki lánastofnanir segir meira en mörg orð um það starfsumhverfi sem fyrirtækið hefur mátt búa við á undanförnum árum,“ segir Jón Steinn að lokum og gefur í skyn að illa hafi gengið að nálgast lánsfé til að styðja við rekstur fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »