Kosið á ný í stjórn Sjómannafélagsins

Reykjavíkurhöfn. Mynd úr safni.
Reykjavíkurhöfn. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Kjósa á að nýju í stjórn Sjómannafélag Íslands. Sjómannafélagið greinir frá þessu á vef sínum og segir stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins hafa ákveðið að kosið skuli að nýju „til að hafið sé yfir vafa að frambjóðendur á listum stjórnar félagsins sitji í óumdeildu umboði,“ að því er segir í yfirlýsingunni.

Stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins séu þó engu að síður enn þeirra skoðunar að mótframboð B-listans hafi verið ólögmætt vegna annmarka sem á framboðinu voru.

Mbl.is hefur áður greint frá því að Heiðveig María Einarsdóttir hafði ætlað að gefa kost á sér til stjórnarsetu, en kjörstjórn komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki kjörgengi þar sem hún hefði ekki greitt félagsgjöld í þrjú ár samfellt. Aukinheldur var Heiðveigu vísað úr Sjómannafélaginu og hún sögð hafa valdið félaginu skaða.

Í yfirlýsingunni segir að með dómi Félagsdóms í máli Heiðveigar gegn Sjómannafélaginu hafi dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að „óheimilt væri að gera það að skilyrði kjörgengis í félaginu að greidd hafi verið félagsgjöld til félagsins í a.m.k. þrjú ár.“

Í kjölfarið hafi verið skorað á félagið að boða á ný til kosninga til stjórnar, trúnaðarmannaráðs og stjórnar matsveinadeildar félagsins, en kosningar fóru fram í nóvember síðastliðinn.Það sé þó  mat  stjórnar, trúnaðarmannaráðs og lögmanna félagsins, að Heiðveig hafi ekki verið dæmd inn í Sjómannafélagið á ný með dóminum, auk þess sem hún hafi hafnað boði um að ganga aftur í félagið. 

„Þrátt fyrir að stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins telji að úrskurður kjörstjórnar frá 20. nóvember síðastliðinn, um ólögmæti mótframboðs B-lista, standi óhaggaður, vegna annmarka sem á framboðinu voru, hefur stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins ákveðið að fram fari á ný kosningar í félaginu, til að hafið sé yfir vafa að frambjóðendur á listum stjórnar félagsins sitji í óumdeildu umboði félagsmanna. Verður því boðað á ný til kosninga í stjórn, trúnaðarmannaráði og stjórn matsveinadeildar, til samræmis við lög félagsins og ákvörðun stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Verður kosningin og framkvæmd hennar auglýst í fjölmiðlum og á heimasíðu félagsins við fyrsta tækifæri til samræmis við lög félagsins,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.5.19 305,28 kr/kg
Þorskur, slægður 23.5.19 349,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.5.19 293,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.5.19 213,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.5.19 92,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.5.19 139,04 kr/kg
Djúpkarfi 22.5.19 127,41 kr/kg
Gullkarfi 23.5.19 142,67 kr/kg
Litli karfi 22.5.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.5.19 295,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.5.19 Hvítá ÞH-016 Handfæri
Þorskur 455 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 461 kg
23.5.19 Píla BA-076 Handfæri
Þorskur 784 kg
Samtals 784 kg
23.5.19 Glaumur NS-101 Handfæri
Þorskur 365 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 369 kg
23.5.19 Stormur BA-500 Grásleppunet
Grásleppa 1.942 kg
Samtals 1.942 kg
23.5.19 Mæja Odds ÍS-888 Handfæri
Þorskur 505 kg
Samtals 505 kg

Skoða allar landanir »