„Sérvitringar að sýsla með daunillt rusl“

Hörður Kristinsson á ráðstefnunni í gær.
Hörður Kristinsson á ráðstefnunni í gær. Ljósmynd/Fish Waste for Profit

Áætlað er að yfir tíu milljónir tonna af fiski endi á sorphaugum heimsins á ári hverju. Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís, segir að þó að áætlað sé að um 8% af fiski tapist við vinnslu valdi það mestri furðu að sóun á neytendastigi sé áætluð um 35%.

Þetta kom fram á ráðstefnunni Fish Waste for Profit, sem fjallar um það hvernig fiskúrgangur skilar hagnaði, en hún hófst í gær með því að Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, bauð velkoma fyrirlesara og gesti frá öllum heimshornum.

„Ein stærsta áskorunin felst í matarsóun,” sagði Hörður í inngangserindi ráðstefnunnar, og benti á að miklar framfarir hefðu orðið í nýtingu hliðarafurða í sjávarútvegi. Nefndi hann m.a. vinnslu fiskmetis með þrívíddarprenturum, svo sem við framleiðslu matvæla úr afskurði þorsks.

„Við þurfum að taka fleiri skref í þessa veru. Fyrst með því að framleiða vöru úr gæðahráefni, síðan að ná fram meiri arðsemi. Þá kemur virðisaukinn.”

Snjallar lausnir á flóknum vandamálum

Ríflega sextíu fyrirtæki á Íslandi vinna vörur úr hliðarafurðum sjávarafla.

„Þetta er magnað í ljósi þess hversu landið er lítið,” sagði Húni Jóhannesson, sérfræðingur hjá Arctica Finance. Hann hefur kannað hvernig þessu fyrirtæki verða að veruleika og vaxa – eða ekki – og hvernig á sigrum þeirra eða ósigrum stendur. Hann tiltók að oft séu frumkvöðlar á þessu sviði taldir vera „sérvitringar að sýsla með daunillt rusl,” en í raun og veru væri oft um að ræða fólk sem hefði fram að færa snjallar lausnir á flóknum vandamálum.

„Það er veruleikinn og mikilvægt að þessir „sérvitringar” séu til staðar til að vísa veginn.”

Fish Waste for Profit er þriðja ráðstefnan á vegum Íslensku sjávarútvegssýningarinnar og er nú í fyrsta skipti haldin aðskilin frá sýningunni sjálfri, en ráðstefnunni lýkur í dag.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.19 Herja ST-166 Grásleppunet
Grásleppa 3.287 kg
Þorskur 170 kg
Skarkoli 63 kg
Samtals 3.520 kg
19.4.19 Hafbjörg ST-077 Grásleppunet
Grásleppa 1.354 kg
Samtals 1.354 kg
19.4.19 Björg I NS-011 Grásleppunet
Grásleppa 930 kg
Samtals 930 kg
19.4.19 Jökla ST-200 Grásleppunet
Grásleppa 1.152 kg
Samtals 1.152 kg
18.4.19 Venus NS-150 Flotvarpa
Kolmunni 2.704.433 kg
Samtals 2.704.433 kg

Skoða allar landanir »