Ný þurrkunarverksmiðja Lýsis opnuð í Þorlákshöfn

Fjölmennt var við opnun nýju verksmiðjunnar í gær. Gunnlaugur Sævar ...
Fjölmennt var við opnun nýju verksmiðjunnar í gær. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Lýsis hf., ávarpaði starfsmenn fyrirtækisins og þá gesti sem saman voru komnir. mbl.is/Árni Sæberg

Þó úti blési mikill vindur þá væsti ekki um fólk inni í nýrri hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis, sem opnuð var í grennd við Þorlákshöfn síðdegis í gær.

Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, segir í samtali við Morgunblaðið að nýja verksmiðjan leysi þá gömlu af hólmi, sem staðsett hefur verið innanbæjar í Þorlákshöfn.

„Það var orðið tímabært að endurnýja húsakostinn og um leið bæta staðsetninguna,“ segir Katrín. Bendir hún á að nýja verksmiðjan, nokkra kílómetra vestan við byggðina, eigi að geta verið í meiri sátt við samfélagið sökum fjarlægðar frá lyktinni sem af starfseminni stafar. Enn fremur sé hún til marks um grunnhugsun Lýsis hf., þ.e. fullnýtingu afurða og virðingu fyrir náttúrunni.

Húsið er 2.500 fermetrar að stærð og með því mun afkastagetan geta aukist um 40 til 50 prósent. „Gott flæði er í húsinu og þurrkunin verður bæði betri og fljótlegri. Það var margt sem við gátum bætt með því að hanna hús utan um starfsemina frá grunni,“ segir Katrín í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.4.19 Von SK-021 Grásleppunet
Grásleppa 971 kg
Þorskur 46 kg
Skarkoli 16 kg
Rauðmagi 11 kg
Samtals 1.044 kg
21.4.19 Þorgrímur SK-027 Grásleppunet
Grásleppa 1.816 kg
Samtals 1.816 kg
21.4.19 Skáley SK-032 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 18 kg
Keila 12 kg
Samtals 1.312 kg
21.4.19 Sigrún EA-052 Handfæri
Þorskur 113 kg
Ufsi 60 kg
Karfi / Gullkarfi 14 kg
Samtals 187 kg

Skoða allar landanir »