Aðstoðar stjórnvöld í Óman

Haraldur Reynir Jónsson.
Haraldur Reynir Jónsson. mbl.is/Árni Sæberg

Í byrjun þessa árs hélt togarinn Victoria til tilraunaveiða á Arabíuhafi, innan lögsögu Óman. Er það í fyrsta sinn frá árinu 1992 sem togveiðar eru stundaðar á þessu svæði, að undanskildum stuttum tíma upp úr aldamótum.

Að þessu sinni eru veiðarnar stundaðar á grundvelli ákvörðunar yfirvalda í Óman sem kanna nú möguleikann á því að nýta að nýju hin gjöfulu fiskimið innan 200 mílna lögsögu landsins.

Til þess að hefja tilraunaveiðarnar gekk fjárfestingarsjóður í eigu soldánsins í Óman til samninga við Harald Reyni Jónsson, sem oftast er kenndur við Úthafsskip, um að sinna veiðunum fyrsta árið. Varð það til þess að skip hans, Victoria, stundar nú veiðar á þessum slóðum undir stjórn tveggja íslenskra skipstjóra.

Verkefnið er ekki aðeins að sinna veiðum og kortleggja fiskistofnana sem þarna eru heldur einnig að safna upplýsingum um hafsbotninn. Í samtali við 200 mílur, sérblað um sjávarútveg sem fylgir Morgunblaðinu í dag, segir Haraldur að yfirvöld í Óman standi frammi fyrir miklu tækifæri varðandi frekari veiðar á komandi árum.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.19 Dagrún HU-121 Grásleppunet
Grásleppa 1.752 kg
Þorskur 335 kg
Skarkoli 28 kg
Steinbítur 18 kg
Rauðmagi 10 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 2.152 kg
22.4.19 Kambur HU-024 Grásleppunet
Grásleppa 1.401 kg
Þorskur 121 kg
Skarkoli 21 kg
Rauðmagi 7 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 1.554 kg
22.4.19 Lukka ÓF-057 Grásleppunet
Grásleppa 426 kg
Þorskur 14 kg
Samtals 440 kg

Skoða allar landanir »