45% neikvæð gagnvart eldi í sjókvíum

Um 23% aðspurðra voru mjög eða frekar jákvæðir.
Um 23% aðspurðra voru mjög eða frekar jákvæðir. mbl.is/Helgi Bjarnason

Um tvöfalt fleiri eru andsnúnir laxeldi í opnum sjókvíum en fylgjandi. Þetta kemur fram í könnun MMR þar sem spurt var um afstöðu landsmanna til laxeldis í opnum sjókvíum. Tæplega helmingur landsmanna er samkvæmt þessu andsnúinn laxeldi í opnum sjókvíum.

Um 45% þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera mjög eða frekar neikvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Um 23% aðspurðra voru mjög eða frekar jákvæðir og 32% voru hvorki jákvæðir né neikvæðir.

Könnunin fór fram dagana 11.-13. apríl. Um 1.000 manns voru spurðir og tók meginþorri aðspurðra, eða um 88%, afstöðu til spurningarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.5.19 304,95 kr/kg
Þorskur, slægður 21.5.19 360,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.5.19 262,55 kr/kg
Ýsa, slægð 21.5.19 278,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.5.19 105,44 kr/kg
Ufsi, slægður 21.5.19 164,30 kr/kg
Djúpkarfi 15.5.19 117,00 kr/kg
Gullkarfi 21.5.19 188,51 kr/kg
Litli karfi 15.5.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.5.19 295,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.5.19 Elli Jóns ÍS-083 Handfæri
Þorskur 299 kg
Ufsi 37 kg
Samtals 336 kg
21.5.19 Anna Karín SH-316 Grásleppunet
Grásleppa 586 kg
Samtals 586 kg
21.5.19 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Steinbítur 1.283 kg
Þorskur 1.030 kg
Skarkoli 300 kg
Ýsa 133 kg
Samtals 2.746 kg
21.5.19 Vala HF-005 Grásleppunet
Grásleppa 1.087 kg
Rauðmagi 19 kg
Þorskur 4 kg
Samtals 1.110 kg

Skoða allar landanir »