Geta vænst þess að loðnan snúi aftur

Ljósafell SU, togari Loðnuvinnslunnar, á siglingu inn Eyjafjörð.
Ljósafell SU, togari Loðnuvinnslunnar, á siglingu inn Eyjafjörð. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Þótt loðnubrestur hafi orðið í ár má ætla að loðnan birtist fljótlega á ný, líkt og hún hefur áður gert. Vísbendingar eru um að loðnustofninn verði sterkari eftir tvö ár en þangað til gæti verið mikið álag á rekstri útgerða sem reiða sig á loðnuna.

Eftir langa leit varð ljóst að í íslensku lögsögunni var ekki næga loðnu að finna til að hægt væri að gefa út kvóta. Um þungan skell er að ræða fyrir sjávarútveginn og áætlar Friðrik Mar Guðmundsson að greinin fari á mis við mikil verðmæti. Segir hann að undanfarin ár hafi loðnuvertíðin gefið um 20 milljarða króna á hverju ári í útflutningsverðmæti.

Friðrik er framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunar Fáskrúðsfirði og myndaði loðnan um það bil fjórðung af tekjum félagsins á síðasta ári. „Við tókum á móti um 30.000 tonnum í fyrra og bjuggum til vörur fyrir 2,7 milljarða króna. Bæði er loðnubresturinn áfall fyrir reksturinn, en honum fylgir líka tjón fyrir hafnarsjóð og íbúana á svæðinu enda veruleg uppgrip sem fylgja loðnuvinnslunni.“

Vitum ekki mikið um loðnuna

Erfitt er að segja til um með vissu hvað það er sem veldur hvarfi loðnunnar. Friðrik segir þetta ekki í fyrsta skiptið sem loðnan færir sig um set. „Vísindamennirnir leggja sig alla fram en eftir sem áður vitum við ekki mikið um þessa tegund, enda heldur hún sig á stóru hafsvæði og ekki auðvelt að rannsaka hana. Þá er lífshlaup loðnunnar skammt, aðeins þrjú til fjögur ár.“

Ein sennilegasta skýringin á fjarveru loðnunnar er að breytingar á hitastigi eða hitaskilum í sjó valdi því að stofninn hafi fært sig um set. „Við höfum ástæðu til að telja að loðnustofninn snúi aftur og sjáum það t.d. á línuveiðum að loðna er farin að koma inn á línuveiðisvæði, því þegar loðna er á svæðinu hættir fiskurinn að taka línuna. Virðist hrygningin núna hafa verið ágæt og ættum við að geta notið góðs af á þarnæstu vertíð.“

Ekki verður hægt að brúa bilið með veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum, s.s. í Barentshafi. „Á síðasta ári keyptum við svolítið af loðnu þaðan í hrognatöku en núna er líka búið að leggja á bann við loðnuveiðum þar,“ útskýrir Friðrik.

Nánar um málið í nýjasta sjávarútvegsblaði 200 mílna og Morgunblaðsins, sem fylgdi blaðinu þriðjudaginn 16. apríl.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.5.19 305,28 kr/kg
Þorskur, slægður 23.5.19 349,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.5.19 293,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.5.19 213,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.5.19 92,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.5.19 139,04 kr/kg
Djúpkarfi 22.5.19 127,41 kr/kg
Gullkarfi 23.5.19 142,67 kr/kg
Litli karfi 22.5.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.5.19 295,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.5.19 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 109 kg
Hlýri 57 kg
Karfi / Gullkarfi 54 kg
Keila 31 kg
Samtals 251 kg
23.5.19 Rakel ÍS-004 Grálúðunet
Grásleppa 129 kg
Samtals 129 kg
23.5.19 Geisli BA-087 Handfæri
Þorskur 731 kg
Samtals 731 kg
23.5.19 Garri BA-090 Handfæri
Ufsi 28 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 30 kg
23.5.19 Kambur ÍS-115 Handfæri
Þorskur 673 kg
Samtals 673 kg

Skoða allar landanir »