Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

mbl.is/Þorsteinn

Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes, sem hefur veiðiheimild innan Íslensku fiskveiðilögsögunnar, var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð nr. 30 frá 2005. 

Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl innan ákveðinna marka suður og vestur af landinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 

Þar segir ennfremur, að skipstjóra Fiskenes hafi verið gert að taka inn alla línuna og halda að því búnu til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem lögregla tæki á móti skipinu og tæki skýrslu af skipstjóra.

Skipið kom til hafnar í Vestmannaeyjum um kl. 15 í dag en áður hafði Landhelgisgæslan farið fram á að útgerð skipsins leggði fram viðeigandi tryggingu vegna hugsanlegra sektargreiðslna eftir að búið verður að taka kæru vegna þessara meintu ólöglegu veiða fyrir.  Sú trygging hefur verið lögð fram og staðfest þannig að ef skipstjóri Fiskenes gengst við broti við skýrslutöku er ekkert því til fyrirstöðu að skipið haldi til veiða á ný að sögn Gæslunnar.

„Nú fyrir stundu barst Landhelgisgæslunni sú tilkynning frá lögreglunni í Vestmannaeyjum að skýrslutöku væri lokið og að játning lægi fyrir. Ljóst er að ekki er um ásetningsbrot að ræða heldur láðist skipstjóra og útgerð Fiskenes að kynna sér reglur um fiskveiðar. Skipið hélt því úr höfn upp úr kl. 18:00,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,34 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 52.598 kg
Samtals 52.598 kg
19.3.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 3.518 kg
Steinbítur 614 kg
Ýsa 575 kg
Skarkoli 497 kg
Sandkoli 297 kg
Ufsi 95 kg
Samtals 5.596 kg
19.3.24 Vigur SF 80 Lína
Steinbítur 2.002 kg
Þorskur 523 kg
Ýsa 204 kg
Langa 19 kg
Samtals 2.748 kg
19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.715 kg
Ýsa 1.700 kg
Steinbítur 527 kg
Langa 117 kg
Keila 37 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 10.108 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,34 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 52.598 kg
Samtals 52.598 kg
19.3.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 3.518 kg
Steinbítur 614 kg
Ýsa 575 kg
Skarkoli 497 kg
Sandkoli 297 kg
Ufsi 95 kg
Samtals 5.596 kg
19.3.24 Vigur SF 80 Lína
Steinbítur 2.002 kg
Þorskur 523 kg
Ýsa 204 kg
Langa 19 kg
Samtals 2.748 kg
19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.715 kg
Ýsa 1.700 kg
Steinbítur 527 kg
Langa 117 kg
Keila 37 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 10.108 kg

Skoða allar landanir »