Norðanáttin hefur hlýnað

Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins flugu norður fyrir Vestfirði til að …
Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins flugu norður fyrir Vestfirði til að kanna hafísbreiðuna síðasta sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki er ástæða til að ætla að aðstæður fyrir fiskeldi í sjókvíum hér við land muni fara versnandi á komandi árum. Þetta er ein af niðurstöðum athugunar sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur gerði nú á vormánuðum.

Einar kynnti niðurstöður sínar á Strandbúnaðarráðstefnunni, sem fram fór í mars síðastliðnum, en í erindi sínu þar fjallaði hann um veðurfarslegar áskorarnir í fiskeldi og sveiflur í lofthita hér við land.

„Fyrir fiskeldið skiptir miklu máli að það komi ekki margir kaldir dagar í röð, ef til vill með kaldri norðanátt, svo maður tali nú ekki um ef það gerir lagnaðarís inni á fjörðum. Við verstu skilyrðin getur þetta valdið því að fiskurinn í kvíunum drepist,“ segir Einar.

Einar bendir á að áður fyrr hafi verið litið svo á að sjókvíaeldi hentaði ekki í íslenskum fjörðum, þar sem sjórinn í þeim væri kaldari en til dæmis í norskum fjörðum.

„Síðan þá hefur heldur hlýnað og menn hafa ekki lent í verulegum skakkaföllum vegna þessa. Samt sem áður er þetta alltaf einhver ógn sem vofir yfir.“

Í athugun sinni skoðaði Einar hitastigið í Æðey í Ísafjarðardjúpi, en þar hafa farið fram samfelldar veðurathuganir og -mælingar frá árinu 1954. Leit hann annars vegar til þess hversu oft meðalhitastig þriggja samliggjandi sólarhringa hefði náð fimm stiga frosti eða meira.

Sífellt lengra í hafísröndina

„Svoleiðis kuldar náðu kannski hámarki á kalda tímabilinu sem skilgreint hefur verið frá 1965 til 1995. Það var kuldi hérna á þessum svokölluðu hafísárum, í kringum árið 1970, og þá sér maður hvað þessir dagar eru margir. En eftir að sjórinn tók að hlýna hefur dögunum fækkað markvert. Þeir eru svo tiltölulega mjög fáir síðustu árin.“

Einar segir að þessi þróun tengist hörfun hafíss frá ströndum Íslands. Lengra sé í hafísröndina þegar líður á veturinn en áður fyrr. „Með hafísnum kemur ískalt heimskautaloft.“

Einar Sveinbjörnsson.
Einar Sveinbjörnsson. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Meðalfrostið minnkað

Hins vegar athugaði Einar hvort norðanáttin hefði hlýnað á undanförnum áratugum. Það gerði hann með því að skoða hitastig í Æðey hverju sinni þegar norðanátt hefur verið ríkjandi.

„Í því tilliti tók ég til skoðunar allar veðurathuganir sem gerðar hafa verið í Æðey klukkan níu að morgni, frá nóvember og fram í apríl á hverju ári. Einnig gerði ég kröfu um að vindur væri norðan- eða norðaustanstæður og vindhraði meiri en fimm metrar á sekúndu. Ég kærði mig ekki um að fá inn í mengið tilvik þar sem væri logn eða stilla, en slíkt frost má rekja til kælingar á landi þegar ekki hreyfir vind.“

Í ljós kom að á árunum 1964 til 1983 var meðalfrost í norðanáttinni um þrjú og hálft stig. Frá aldamótum hefur meðalfrostið hins vegar verið í kringum eina gráðu, og jafnvel minna á allra síðustu árum.

„Norðanáttin hefur þannig hlýnað um tvær og hálfa gráðu, eða frá því að vera að jafnaði með þriggja og hálfs stigs frost yfir í að vera nánast frostlaus.“

Aukin fjarlægð frá hafísröndinni hefur einnig mest að segja þarna að sögn Einars.

„Ef ísinn liggur alveg ofan í okkur getur vestur á fjörðum mælst fimm til tíu stiga frost í norðanáttinni. Það er orðið býsna fágætt að við sjáum slíkt í dag í Ísafjarðardjúpi og það sama á við um suðurfirðina.“

Irminger-kvíslin gæti kólnað

Einar segir kenningar um minni varmaflutning með hafstraumum að sunnan hafa fengið aukna athygli að undanförnu.

„Það hefði ekki áhrif á hitastigið í norðanáttinni heldur í raun hitastigið í öllum öðrum áttum. Þetta gæti kælt sjóinn við kvíarnar því það sem á endanum ræður hitastigi sjávar í fjörðunum fyrir vestan er aðstreymið, eða hversu hlýtt er í straumtotunni sem fer vestur fyrir land og svo norður eftir, svokallaðri Irminger-kvísl. Hún gæti kólnað ef þessar kenningar eru réttar. Á móti kemur að sjórinn fyrir norðan er hlýrri en hann var áður, þar sem hafísinn hefur hörfað, og segja má að kuldaveitan úr norðri hafi gefið eftir.“

Spurður hvort horfa megi því til svipaðra aðstæðna til fiskeldis í sjó við strendur Íslands og verið hafa undanfarin ár segir Einar að ekkert bendi til annars. „Við sjáum vísbendingar um að hafísinn eigi eftir að hörfa enn frekar og þó svo að norðanáttin láti að sér kveða þá er hún ekki eins köld og hún var áður. Hún þarf því að standa í lengri tíma til að geta mögulega valdið einhverjum búsifjum.“

Hann segir mikilvægt að fiskeldisgeirinn sé búinn undir óvenjulega veðurfarslega atburði.

„Ef það gerir til dæmis norðanátt í heilan mánuð. Hvaða áhrif myndi það til dæmis hafa á hitastigið í suðurfjörðunum? Það er ekki vitlaust að huga að möguleikunum á slíku.“

Liggur úti í sjó

Æðey varð fyrir valinu þar sem þaðan má finna gögn um góðar og samfelldar mælingar að sögn Einars.

„Hún liggur úti í sjó í Ísafjarðardjúpi og ég vildi komast eins nálægt því og hugsast getur að mæla ástandið í Djúpinu sjálfu. Þótt þar sé eilítið hlýrra en utar á fjörðunum, svo sem í Bolungarvík, má vel heimfæra breytingarnar á hitastigi í Æðey yfir á aðra staði í landshlutanum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 27.9.20 450,52 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.20 408,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.20 283,53 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.20 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.20 155,45 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.20 170,28 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.20 248,69 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.9.20 Þristur ÍS-360 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 8.050 kg
Samtals 8.050 kg
27.9.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Langa 251 kg
Þorskur 164 kg
Steinbítur 128 kg
Keila 70 kg
Ýsa 37 kg
Karfi / Gullkarfi 35 kg
Ufsi 16 kg
Hlýri 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 709 kg
27.9.20 Von ÍS-213 Lína
Ýsa 6.846 kg
Þorskur 911 kg
Steinbítur 279 kg
Skarkoli 119 kg
Langa 57 kg
Karfi / Gullkarfi 4 kg
Samtals 8.216 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 27.9.20 450,52 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.20 408,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.20 283,53 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.20 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.20 155,45 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.20 170,28 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.20 248,69 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.9.20 Þristur ÍS-360 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 8.050 kg
Samtals 8.050 kg
27.9.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Langa 251 kg
Þorskur 164 kg
Steinbítur 128 kg
Keila 70 kg
Ýsa 37 kg
Karfi / Gullkarfi 35 kg
Ufsi 16 kg
Hlýri 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 709 kg
27.9.20 Von ÍS-213 Lína
Ýsa 6.846 kg
Þorskur 911 kg
Steinbítur 279 kg
Skarkoli 119 kg
Langa 57 kg
Karfi / Gullkarfi 4 kg
Samtals 8.216 kg

Skoða allar landanir »