Ýta úr vör til strandveiða á morgun

Siglt á miðin undan Ströndum í Árneshreppi. Heimilt verður að …
Siglt á miðin undan Ströndum í Árneshreppi. Heimilt verður að veiða á handfæri samtals allt að 11.100 tonn í ár. mbl.is/Sigurður Bogi

Strandveiðar þessa sumars hefjast á morgun, 2. maí. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir sjómenn bjartsýna á komandi vertíð.

Í samtali við 200 mílur segist Örn reikna með að svipaður fjöldi báta og í fyrra muni róa fyrsta veiðidaginn, eða um 250 talsins, en tekur fram að veður gæti haft áhrif þar á. Bátunum muni síðan fjölga er líða tekur á sumarið og samtals verði veiðar stundaðar á um 550 bátum.

Bátarnir voru 548 í fyrra og fækkaði um tæplega fimmtíu frá árinu áður, er þeir voru 594. Árið 2017 voru þeir 664. Örn segist ekki eiga von á að þessi þróun haldi áfram í ár.

Geta skipt frá strandveiðum

„Í fyrra hættu menn aðeins við vegna þess að fiskverð var mjög lágt þarna í upphafi, auk þess sem veiðigjaldið var hátt. Það dró úr áhuga manna en því er ekki til að dreifa í dag. Ég hugsa því að það verði ekki færri á strandveiðum í ár og vona að það fjölgi eitthvað.“

Þær breytingar hafa verið gerðar á lagaumhverfi strandveiða að heimilt er nú að óska eftir að strandveiðileyfi verði fellt úr gildi. Ósk um það þarf að berast Fiskistofu í síðasta lagi 20. dag mánaðarins á undan niðurfellingu leyfisins. Eftir niðurfellingu strandveiðileyfis er viðkomandi heimilt að stunda veiðar í atvinnuskyni samkvæmt öðrum leyfum.

„Ég finn það alveg að það eru aðilar, til dæmis við Faxaflóa, sem hugsa sér að stunda strandveiðar í maí og júní. Það hefur verið voðalega tregt á þessu svæði í júlí og ágúst og þá hafa menn viljað frekar fara í annars konar veiðar. Þá býðst þeim þetta úrræði í ár.“

Mesti strandveiðiafli til þessa

Í ár má einnig nota aðrar aðferðir til að tilkynna brottför úr höfn til Vaktstöðvar siglinga, til að mynda með sérstöku smáforriti frá Vaktstöð siglinga.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skrifaði undir reglugerð um strandveiðarnar á mánudag. Samkvæmt henni verður heimilt að veiða á handfæri samtals allt að 11.100 tonn af óslægðum botnfiski. Því til viðbótar er heimilt að veiða þúsund tonn af ufsa.

Þetta er mesti afli sem heimilt hefur verið að veiða á strandveiðum frá því að þær hófust árið 2009. Það ár voru heimildirnar 3.955, en veitt var í tvo og hálfan mánuð. Árið 2010 var miðað við 6.800 tonn í fjóra mánuði og 8.500 tonn árið eftir. Frá 2012 til 2015 var heimilt að veiða 8.600 tonn, níu þúsund tonn 2016 og 9.760 tonn árið 2017. Í fyrra var svo heimilt að veiða 10.200 tonn af óslægðum botnfiski.

Betri afkoma verði af veiðum

„Ég á von á að þetta magn nægi og við búumst líka við að betri afkoma verði af veiðunum,“ segir Örn um þessa aukningu. Sér finnist sem innan raða sambandsins séu sjómenn almennt bjartsýnir á komandi vertíð. „Svo er það náttúrlega þessi eilífa spurning; hvernig mun fiskast?“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.7.20 365,50 kr/kg
Þorskur, slægður 15.7.20 430,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.7.20 396,53 kr/kg
Ýsa, slægð 15.7.20 273,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.7.20 55,11 kr/kg
Ufsi, slægður 15.7.20 76,07 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 15.7.20 152,26 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.7.20 298,26 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.20 Beta GK-036 Lína
Þorskur 117 kg
Steinbítur 108 kg
Ýsa 85 kg
Hlýri 41 kg
Keila 12 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Samtals 372 kg
16.7.20 Már SK-090 Handfæri
Þorskur 675 kg
Samtals 675 kg
16.7.20 Fálkatindur NS-099 Handfæri
Þorskur 398 kg
Steinbítur 4 kg
Ýsa 2 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 405 kg
16.7.20 Steinunn SF-010 Botnvarpa
Þorskur 26.823 kg
Samtals 26.823 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.7.20 365,50 kr/kg
Þorskur, slægður 15.7.20 430,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.7.20 396,53 kr/kg
Ýsa, slægð 15.7.20 273,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.7.20 55,11 kr/kg
Ufsi, slægður 15.7.20 76,07 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 15.7.20 152,26 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.7.20 298,26 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.20 Beta GK-036 Lína
Þorskur 117 kg
Steinbítur 108 kg
Ýsa 85 kg
Hlýri 41 kg
Keila 12 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Samtals 372 kg
16.7.20 Már SK-090 Handfæri
Þorskur 675 kg
Samtals 675 kg
16.7.20 Fálkatindur NS-099 Handfæri
Þorskur 398 kg
Steinbítur 4 kg
Ýsa 2 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 405 kg
16.7.20 Steinunn SF-010 Botnvarpa
Þorskur 26.823 kg
Samtals 26.823 kg

Skoða allar landanir »