Skipað í starfshóp um aflaheimildir sem ríkið fer með forræði yfir

Um er að ræða 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund …
Um er að ræða 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund sem tekið er til hliðar fyrir úthlutun aflamarks. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað fimm manna starfshóp sem hefur það hlutverk að endurskoða meðferð og ráðstöfun aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir. Um er að ræða 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund sem tekið er til hliðar fyrir úthlutun aflamarks.

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er þessum afla nú varið í strandveiðar, almennan og sértækan byggðakvóta, línuívilnun, rækju- og skelbætur og frístundaveiðar.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu, að starfshópnum sé meðal annars falið að líta til þess hvort þeim markmiðum sem að var stefnt með þessum aflaheimildum hafi verið náð og eftir atvikum leggja til breytingar.

Ber hópnum við þá vinnu að líta til eftirfarandi stefnumörkunar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur: „Vega þarf og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, þ.m.t. strandveiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun.“

Jafnframt skal starfshópurinn leitast við að tryggja að mögulegar breytingar hámarki virði þeirra verðmæta sem felast í umræddum aflaheimildum.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, formaður
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður
  • Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra
  • Gunnar Atli Gunnarsson, aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Þorsteinn Víglundsson alþingismaður

Starfshópurinn skal skila sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra greinargerð og tillögum eigi síðar en 1. nóvember 2019. Hópurinn skal í störfum sínum hafa samráð við helstu aðila sem hagsmuna hafa að gæta, m.a. Landssamband smábátaeigenda, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök smærri útgerða.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.9.23 481,38 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.23 529,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.23 248,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.23 241,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.23 277,81 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.23 303,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.23 259,19 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.23 Sævar SF 272 Handfæri
Ufsi 1.089 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 1.525 kg
23.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 418 kg
Hlýri 165 kg
Karfi 85 kg
Keila 64 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 738 kg
23.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 283 kg
Hlýri 277 kg
Grálúða 213 kg
Karfi 135 kg
Keila 84 kg
Ufsi 40 kg
Ýsa 5 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.039 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.9.23 481,38 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.23 529,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.23 248,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.23 241,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.23 277,81 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.23 303,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.23 259,19 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.23 Sævar SF 272 Handfæri
Ufsi 1.089 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 1.525 kg
23.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 418 kg
Hlýri 165 kg
Karfi 85 kg
Keila 64 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 738 kg
23.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 283 kg
Hlýri 277 kg
Grálúða 213 kg
Karfi 135 kg
Keila 84 kg
Ufsi 40 kg
Ýsa 5 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.039 kg

Skoða allar landanir »