Alþingi taki skilaboð SÞ alvarlega

Landssamband veiðifélaga gagnrýnir fyrirliggjandi frumvarp ráðherrans.
Landssamband veiðifélaga gagnrýnir fyrirliggjandi frumvarp ráðherrans. mbl.is/Helgi Bjarnason

Í frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til breytinga á gildandi lögum um fiskeldi er alfarið litið fram hjá þeirri hættu sem varað er við í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem kynnt var á fundi IP­BES, vett­vangs stjórn­valda og vís­inda­stefnu­mót­un­ar um líffjöl­breytni og vist­kerfi, í Par­ís á mánudag.

Þetta er fullyrt í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga og um leið sagt að eðlilegt væri fyrir íslensk stjórnvöld að líta sér nær.

„Stjórnvöld hafa heimilað uppbyggingu eldis á frjóum norskum laxi í opnum sjókvíum. Dæmin hafa sýnt að lax sleppur úr slíku eldi og gengur upp í ár og blandast villtum stofnum. Með því eyðir hann erfðaeinkennum stofnanna eins og ágengar lífverur gera sem fjallað er um í skýrslu Sameinuðu þjóðanna,“ segir í tilkynningunni.

Taki málefnin ekki alvarlega

Augljóst dæmi um þetta sé erfðamengun eldislaxa við litla laxastofna á suðurfjörðum Vestfjarða. Eldislaxinn gangi í árnar og nú hafi fyrstu eldisseiðin mælst í ánum.

„Öll gögn benda til þess að þessir stofnar muni á fáum árum hverfa sem slíkir. Og eftir því sem eldið eykst og fleiri milljónir frjórra laxa eru aldar í opnum kvíum eykst áhættan fyrir þá laxastofna sem fjær liggja.“

Landssambandið gagnrýnir að í frumvarpinu sé ekki fjallað um eldi „á framandi stofni í ótraustum eldisbúnaði sem ógnar fjölbreytileika erfðamengis innlendra laxastofna og hefur ófyrirséð mengunaráhrif á hafið og nálæga nytjastofna“.

Ekkert í vinnubrögðum stjórnvalda undanfarið ár bendi þá til þess að stjórnvöld taki þau málefni sem koma fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna alvarlega.

„Þvert í móti hafa grundvallarbreytingar verið gerðar á frumvarpinu sem ganga í þá átt að veikja varnir fyrir umhverfið og opna fyrir áhrif stjórnmála og norskra stórfyrirtækja á áhættumat um erfðablöndun. Umsögn og meðferð umhverfisnefndar Alþingis á málinu er síðan kapítuli út af fyrir sig, enda voru einu sérfræðingarnir sem nefndin kallaði á sinn fund, þeir sem hafa verið að vinna launuð störf fyrir sjókvíaeldið.“

Tækifæri til að móta afgerandi stefnu

Að lokum segir að Alþingi hafi einstakt tækifæri í vor til að móta afgerandi stefnu í málefnum fiskeldis þar sem tekið sé fullt tillit til umhverfisins.

„Marka verður skýra stefnu í lögum um að fiskeldi skuli þróast á sjálfbæran hátt. Þar verði mörkuð sú stefna að öll aukning í sjóeldi verði aðeins leyfð í lokuð kerfi eða með notkun geldstofna. Lög og reglur þurfa að vera þannig að þau verndi umhverfið en veiti ekki erlendum stórfyrirtækjum opið veiðileyfi á villta náttúru Íslands.

Undirlægjuháttur stjórnvalda við umhverfissóðaskap norsku stórfyrirtækjanna er ekki í boði lengur. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna er skýr skilaboð um að lengra verður ekki gengið og skorað er á Alþingi að taka þau skilaboð alvarlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,80 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,33 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Grásleppa 2.154 kg
Þorskur 104 kg
Steinbítur 21 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 2.297 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Þorskur 52 kg
Samtals 52 kg
25.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.903 kg
Þorskur 288 kg
Steinbítur 25 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 10 kg
Samtals 2.240 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.440 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,80 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,33 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Grásleppa 2.154 kg
Þorskur 104 kg
Steinbítur 21 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 2.297 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Þorskur 52 kg
Samtals 52 kg
25.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.903 kg
Þorskur 288 kg
Steinbítur 25 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 10 kg
Samtals 2.240 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.440 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »