Heimilt að farga kútternum

Skipið er sagt í afar slæmu ástandi.
Skipið er sagt í afar slæmu ástandi. mbl.is/Ásdís Haraldsdóttir

Akraneskaupstað hefur borist jákvætt svarbréf frá Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafninu við ósk um leyfi til þess að ráðast í förgun Kútters Sigurfara, sem er orðinn mjög illa farinn.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að í svarbréfinu kæmi fram að fyrir tilstuðlan Minjastofnunar Íslands og Þjóðminjasafnsins hefði á undanförnum árum verið unnið að nákvæmri skráningu skipsins. Skipið sé í afar slæmu ástandi og ekki verði við það gert, nema með miklum tilkostnaði.

Í bréfinu segir orðrétt: „Um yrði að ræða nýsmíði en ekki varðveisluverkefni. Að höfðu samráði við Þjóðminjasafn Íslands er með bréfi þessu friðun skipsins aflétt.“

Kútter Sigurfari er 85 smálesta tvímastra kútter, var smíðaður árið 1885 á Englandi, gerður út frá Hull og keyptur til Íslands 1897. Skipið hefur þótt eitt helsta kennileiti Akraness undanfarna áratugi þar sem það hefur staðið við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi.

Rætt er nánar við Sævar Frey um Kútter Sigurfara í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.5.19 291,17 kr/kg
Þorskur, slægður 24.5.19 338,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.5.19 334,99 kr/kg
Ýsa, slægð 24.5.19 255,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.5.19 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 24.5.19 135,89 kr/kg
Djúpkarfi 22.5.19 127,41 kr/kg
Gullkarfi 24.5.19 112,86 kr/kg
Litli karfi 22.5.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.5.19 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.5.19 Nanna Ósk Ii ÞH-133 Þorskfisknet
Ýsa 1.553 kg
Þorskur 249 kg
Ufsi 134 kg
Samtals 1.936 kg
24.5.19 Báran SI-086 Grásleppunet
Grásleppa 188 kg
Skarkoli 11 kg
Þorskur 3 kg
Samtals 202 kg
24.5.19 Björn Hólmsteinsson ÞH-164 Þorskfisknet
Ýsa 835 kg
Þorskur 629 kg
Ufsi 31 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.508 kg
24.5.19 Fálki SK-035 Grásleppunet
Grásleppa 258 kg
Þorskur 44 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »