Kærkomin innspýting fylgir fiskeldi

Fjárfest var í fiskeldi fyrir um 4 milljarða króna árið …
Fjárfest var í fiskeldi fyrir um 4 milljarða króna árið 2017. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þó vægi fiskeldis sé enn sem komið er lítið á landsvísu þá er greinin orðin ein af meginundirstöðum atvinnuuppbyggingar á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka atvinnulífsins, sem birt var á vef samtakanna í vikunni.

Samtökin benda á að á síðustu árum hafi hagvöxtur verið mikill á Íslandi en uppgangurinn ekki verið með sama hætti í öllum landshlutum. Atvinnutekjur á Vestfjörðum hafi til að mynda aukist um 7,3% frá árinu 2008 til ársins 2017, á sama tíma og þær hafi aukist um 18,3% á landinu öllu. Vöxtur fiskeldis vegur þar mikið, en tveir þriðju aukningarinnar á Vestfjörðum eru tilkomnir vegna fiskeldis. Eru þar ótalin óbein áhrif, að því er segir í greiningu samtakanna.

Undanfarna áratugi hafi breyttir atvinnuhættir, aukin menntun og tækniframfarir í landbúnaði og fiskvinnslu, með tilheyrandi sjálfvirknivæðingu og hagræðingu, valdið því að störfum hefur fækkað. Sökum þessa hafi byggð lagst af í sumum sveitum Íslands og fjöldi minni sveitarfélaga á landsbyggðinni átt í vök að verjast vegna þverrandi atvinnutækifæra.

„Vöxtur ferðaþjónustu hefur vissulega verið lyftistöng á mörgum svæðum, en meira þarf til,“ segir í greiningunni og bent á að til marks um breytta búsetuhætti hafi íbúum á Vestfjörðum fækkað um nærri helming, og um 15% á Austurlandi, á síðustu 100 árum. Á sama tíma hafi fjöldi íbúa á landinu öllu fjórfaldast. Þó þessi þróun sé að mörgu leyti eðlileg og í samræmi við það sem verið hefur að gerast í öðrum löndum þá sé hún engu að síður ákveðið áhyggjuefni, einkum þegar haft er í huga að sum tækifæri verði aðeins nýtt af þeim sem búi á viðkomandi svæði, svo sem í ferðaþjónustu.

Fjárfestingin fagnaðarefni

Í þessu ljósi sé það fagnaðarefni þegar fjárfest er í starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins. Aukin uppbygging í fiskeldi er nefnd sem gott dæmi um slíka fjárfestingu, mest á Vestfjörðum en þó einnig á Reykjanesi, Austfjörðum og Norðurlandi eystra.

„Í mörgum tilvikum eru það erlendir aðilar sem hafa fjármagnað slíka fjárfestingu og byggja á reynslu sinni og þekkingu á öðrum sambærilegum verkefnum í öðrum löndum. Erlend fjárfesting dreifir fjárhagslegri áhættu af innlendri atvinnuuppbyggingu, hleypir nýju lífi og þekkingu í atvinnulíf landsins og styrkir tengsl við erlenda markaði,“ segir í greiningu samtakanna.

Erlend fjárfesting í uppbyggingu fiskeldis á landsbyggðinni sé þannig kærkomin innspýting fyrir íslenskan efnahag.

„Flest eru fyrirtækin enn í uppbyggingarfasa og mun þróun á næstu árum skipta miklu fyrir samfélög sem sjá nú fram á blómlegra atvinnulíf. Mikilvægt er að eftirlit og reglur séu til staðar sem tryggja að staðinn sé vörður um auðlindir Íslands og að ekki sé gengið of nærri umhverfinu. Að þessu sögðu eigum við að taka því fagnandi þegar erlendir fjárfestar sjá tækifæri til fjárfestinga hér landi.“

Bent er á að þó fiskeldi sé enn að slíta barnsskónum á Íslandi hafi eldi um langt skeið verið blómleg atvinnugrein erlendis, sér í lagi í Asíu og Noregi.

„Norskir fjárfestar hafa tekið þátt í uppbyggingu fiskeldis á Íslandi og þó framleiðsla hér á landi jafngildi ekki nema framleiðslu lítils eldisfyrirtækis í Noregi þá hefur uppbyggingin verið hröð undanfarin ár á ákveðnum svæðum og er þegar farin að skipta sköpum fyrir nálæg byggðarlög.“

Sömu lögmál gildi um fiskeldi

Fjárfest var í fiskeldi fyrir um 4 milljarða króna árið 2017, meira en nokkru sinni fyrr. Fjárfesting þessi er þó ekki einungis jákvæð út frá byggðasjónarmiðum að sögn samtakanna, heldur eykur arðbært fiskeldi á Íslandi verðmætasköpun og útflutningstekjur þjóðarinnar.

Einsleitni í íslenskum útflutningi hafi gert gjaldeyrisöflun þjóðarinnar útsettari fyrir áföllum, en tilkoma ferðaþjónustu sem burðaratvinnugrein á síðustu árum hafi styrkt grundvöll útflutnings og dregið úr áhættu, til að mynda af aflabresti eða öðrum áföllum útflutningsgreina.

„Þó fiskeldi sé á mun minni skala gilda sömu lögmál þar. Allt sem eykur fjölbreytni útflutnings og verðmætasköpun er til þess fallið að draga úr sveiflum í innlendum efnahag og byggja betur undir lífskjör okkar til framtíðar. Hlutur eldisfisks af útflutningsverðmæti sjávarafurða er enn lítill en hefur vaxið hratt undanfarin ár og mun vafalaust vaxa áfram samhliða aukinni fjárfestingu.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »