Samið um fiskveiðar við Rússland

Formenn samninganefnda Rússlands og Íslands, S. Simakov og Jóhann Guðmundsson.
Formenn samninganefnda Rússlands og Íslands, S. Simakov og Jóhann Guðmundsson. Ljósmynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Fundað var í Moskvu í síðustu viku í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands um fiskveiðisamning fyrir árið 2019, svonefndan „Smugusamning“, sem í þessu tilviki snýst um þorskveiðar Íslands í rússneska hluta Barentshafsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Þar segir að samningar hafi tekist á milli þjóðanna. „Samningurinn felur í sér að íslensk fiskiskip gefa veitt 6.592 tonn af þorski í rússneska hluta Barentshafsins 2019 auk allt að 1.978 tonna af öðrum tegundum, en þar af getur þó ýsuafli aldrei orðið meiri en 521 tonn. Jafnframt var samið um svokallaðan sölukvóta sem er um það bil þriðjungur af því magni sem nefnt var hér að framan.“

Rússnesk fiskiskip fái á móti 1.500 tonn af makríl og 2.000 tonn af kolmunna frá Íslandi sem þau geti veitt á alþjóðlegu hafsvæði. Þessar aflaheimildir séu teknar af þeim heildarafla sem Ísland hafi ákveðið í þessum tveimur fisktegundum.

Formaður íslensku samninganefndarinnar var Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, en formaður rússnesku sendinefndarinnar var S. Simakov, yfirmaður alþjóðamála hjá Sjávarútvegsstofnun Rússlands.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.5.19 312,54 kr/kg
Þorskur, slægður 22.5.19 390,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.5.19 285,00 kr/kg
Ýsa, slægð 22.5.19 211,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.5.19 99,58 kr/kg
Ufsi, slægður 22.5.19 140,93 kr/kg
Djúpkarfi 22.5.19 127,41 kr/kg
Gullkarfi 22.5.19 160,79 kr/kg
Litli karfi 22.5.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.5.19 295,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.5.19 Vestmannaey VE-444 Botnvarpa
Þykkvalúra / Sólkoli 7.838 kg
Þorskur 4.633 kg
Ýsa 2.276 kg
Steinbítur 2.033 kg
Langa 1.596 kg
Karfi / Gullkarfi 1.546 kg
Ufsi 683 kg
Skarkoli 364 kg
Skötuselur 185 kg
Lýsa 80 kg
Langlúra 32 kg
Skata 15 kg
Samtals 21.281 kg
22.5.19 Bibbi Jónsson ÍS-065 Grásleppunet
Grásleppa 980 kg
Samtals 980 kg
22.5.19 Egill ÍS-077 Dragnót
Skarkoli 1.619 kg
Steinbítur 834 kg
Þorskur 179 kg
Ýsa 62 kg
Samtals 2.694 kg

Skoða allar landanir »