Nýju körin verða appelsínugul

Fyrstu tvö körin sem framleidd voru fyrir Berg-Huginn.
Fyrstu tvö körin sem framleidd voru fyrir Berg-Huginn. Ljósmynd/Reimar Viðarsson

Síldarvinnslan hefur skrifað undir samning við Sæplast um kaup á 3.500 nýjum fiskikörum, sem notuð verða um borð í nýjum skipum dótturfélagsins Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, sem nú eru í smíðum í Noregi.

Athygli vekur að litur karanna er appelsínugulur, en að því er fram kemur á vef útgerðarinnar hafði Sæplast áður framleitt 750 kör fyrir Gullver NS í þessum lit. Var ákveðið að þessu sinni að samræma litinn á körum í eigu Síldarvinnslunnar og dótturfélaga hennar.

„Við vildum finna lit sem gerði það að verkum að okkar kör skæru sig úr. Það vill gerast að okkar kör blandist við kör í annarra eigu og alltof algengt er að aðilar taki kör annarra til eigin nota. Þessi nýi litur mun vonandi gera okkur þægilegra að finna kör í okkar eigu aftur,“ segir Sigurður Steinn Einarsson, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar.

Auðveldari vinna með minni kör

„Einnig höfum við bætt við sérmerkingu á hlið karanna sem segir til um hvert skal skila körum ef þau lenda út fyrir okkar flutningskerfi. Við höfum unnið að vitundarvakningu varðandi það hvernig umgangast á fiskikör í góðu samstarfi við dótturfélag Sæplasts, iTub, og er það sameiginlegt verkefni sjávarútvegsfyrirtækja að tryggja góða meðferð á þessum umbúðum aflans.“

Byrjað var að framleiða körin á Dalvík í aprílmánuði og gert er ráð fyrir að framleiðslu ljúki í nóvember næstkomandi. Samningurinn hljóðar upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna.

Nýju körin verða 460 lítra en eldri kör eru 660 lítra. Ástæða þess að minni kör verða fyrir valinu er sögð einkum tvíþætt. Í fyrsta lagi séu gæði aflans höfð í huga og í öðru lagi sé auðveldara að vinna um borð í skipunum með minni kör.

Samninginn undirrituðu Arnar Richardsson fyrir hönd Bergs-Hugins, Sigurður Steinn Einarsson …
Samninginn undirrituðu Arnar Richardsson fyrir hönd Bergs-Hugins, Sigurður Steinn Einarsson fyrir hönd Síldarvinnslunnar og Sævaldur Jens Gunnarsson fyrir hönd Sæplasts. Ljósmynd/Síldarvinnslan
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.20 281,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.20 344,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.20 292,91 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.20 307,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.20 97,98 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.20 124,53 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.20 213,87 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 974 kg
Samtals 974 kg
28.3.20 Sæljón NS-019 Grásleppunet
Grásleppa 1.071 kg
Þorskur 87 kg
Rauðmagi 19 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 1.195 kg
28.3.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.168 kg
Samtals 1.168 kg
28.3.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.226 kg
Samtals 1.226 kg
28.3.20 Manni ÞH-088 Grásleppunet
Grásleppa 2.647 kg
Samtals 2.647 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.20 281,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.20 344,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.20 292,91 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.20 307,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.20 97,98 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.20 124,53 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.20 213,87 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 974 kg
Samtals 974 kg
28.3.20 Sæljón NS-019 Grásleppunet
Grásleppa 1.071 kg
Þorskur 87 kg
Rauðmagi 19 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 1.195 kg
28.3.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.168 kg
Samtals 1.168 kg
28.3.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.226 kg
Samtals 1.226 kg
28.3.20 Manni ÞH-088 Grásleppunet
Grásleppa 2.647 kg
Samtals 2.647 kg

Skoða allar landanir »