Neyðarkall frá rækjutogara

Sóley Sigurjóns og TF-LIF.
Sóley Sigurjóns og TF-LIF. Mynd/Landhelgisgæslan

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK-200 klukkan 21:12 vegna elds sem var laus í vélarrúmi skipsins.

Átta eru um borð en skipið er statt um 90 sjómílur norður af landinu. TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út sem og varðskipið Týr, sem statt var við Húsavík, að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni.

Þá var björgunarskipið Sigurvin, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, kallað út frá Siglufirði með tvo slökkviliðsmenn um borð. Einnig var togarinn Múlaberg sem var í grenndinni beðinn um að halda á vettvang.

Áhöfnin á Sóleyju Sigurjóns ræsti slökkvikerfi í vélarrúmi skipsins en skipverjarnir átta eru komnir í björgunargalla, eru heilir á húfi og halda kyrru fyrir í brúnni. Samkvæmt upplýsingum frá skipverjunum virðist sem svo að allur eldur sé slokknaður en hins vegar er skipið vélarvana og þarfnast aðstoðar.

Gert er ráð fyrir að TF-LIF verði komin að rækjutogaranum um klukkan 23:50 en Múlabergið er einnig væntanlegt um svipað leyti. Áætlað er að varðskipið Týr verði komið að Sóleyju klukkan fjögur í nótt og björgunarskipið Sigurvin er væntanlegt um klukkustund síðar.

Uppfært kl. 00.13:

Að sögn Landhelgisgæslunnar er TF-LIF komin að rækjutogaranum, auk þess sem togarinn Múlaberg er kominn þangað.

Talið er að allur eldur hafi verið slökktur í togaranum. Allir mennirnir eru heilir á húfi en þeir eru enn um borð í bátnum.

Sóley Sigurjóns GK-200.
Sóley Sigurjóns GK-200. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.7.20 301,08 kr/kg
Þorskur, slægður 10.7.20 483,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.7.20 512,89 kr/kg
Ýsa, slægð 10.7.20 431,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.7.20 42,82 kr/kg
Ufsi, slægður 10.7.20 110,63 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 10.7.20 202,02 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.7.20 Otur Ii ÍS-173 Handfæri
Ufsi 11 kg
Samtals 11 kg
11.7.20 Indriði Kristins BA-751 Lína
Grálúða / Svarta spraka 5.025 kg
Þorskur 828 kg
Hlýri 218 kg
Samtals 6.071 kg
11.7.20 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 1.762 kg
Samtals 1.762 kg
11.7.20 Konráð EA-090 Handfæri
Ufsi 1.699 kg
Þorskur 74 kg
Samtals 1.773 kg
11.7.20 Dóri GK-042 Lína
Keila 90 kg
Þorskur 43 kg
Karfi / Gullkarfi 26 kg
Samtals 159 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.7.20 301,08 kr/kg
Þorskur, slægður 10.7.20 483,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.7.20 512,89 kr/kg
Ýsa, slægð 10.7.20 431,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.7.20 42,82 kr/kg
Ufsi, slægður 10.7.20 110,63 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 10.7.20 202,02 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.7.20 Otur Ii ÍS-173 Handfæri
Ufsi 11 kg
Samtals 11 kg
11.7.20 Indriði Kristins BA-751 Lína
Grálúða / Svarta spraka 5.025 kg
Þorskur 828 kg
Hlýri 218 kg
Samtals 6.071 kg
11.7.20 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 1.762 kg
Samtals 1.762 kg
11.7.20 Konráð EA-090 Handfæri
Ufsi 1.699 kg
Þorskur 74 kg
Samtals 1.773 kg
11.7.20 Dóri GK-042 Lína
Keila 90 kg
Þorskur 43 kg
Karfi / Gullkarfi 26 kg
Samtals 159 kg

Skoða allar landanir »