Neyðarkall frá rækjutogara

Sóley Sigurjóns og TF-LIF.
Sóley Sigurjóns og TF-LIF. Mynd/Landhelgisgæslan

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK-200 klukkan 21:12 vegna elds sem var laus í vélarrúmi skipsins.

Átta eru um borð en skipið er statt um 90 sjómílur norður af landinu. TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út sem og varðskipið Týr, sem statt var við Húsavík, að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni.

Þá var björgunarskipið Sigurvin, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, kallað út frá Siglufirði með tvo slökkviliðsmenn um borð. Einnig var togarinn Múlaberg sem var í grenndinni beðinn um að halda á vettvang.

Áhöfnin á Sóleyju Sigurjóns ræsti slökkvikerfi í vélarrúmi skipsins en skipverjarnir átta eru komnir í björgunargalla, eru heilir á húfi og halda kyrru fyrir í brúnni. Samkvæmt upplýsingum frá skipverjunum virðist sem svo að allur eldur sé slokknaður en hins vegar er skipið vélarvana og þarfnast aðstoðar.

Gert er ráð fyrir að TF-LIF verði komin að rækjutogaranum um klukkan 23:50 en Múlabergið er einnig væntanlegt um svipað leyti. Áætlað er að varðskipið Týr verði komið að Sóleyju klukkan fjögur í nótt og björgunarskipið Sigurvin er væntanlegt um klukkustund síðar.

Uppfært kl. 00.13:

Að sögn Landhelgisgæslunnar er TF-LIF komin að rækjutogaranum, auk þess sem togarinn Múlaberg er kominn þangað.

Talið er að allur eldur hafi verið slökktur í togaranum. Allir mennirnir eru heilir á húfi en þeir eru enn um borð í bátnum.

Sóley Sigurjóns GK-200.
Sóley Sigurjóns GK-200. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,30 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,18 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,41 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,14 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 1.593 kg
Þorskur 132 kg
Skarkoli 89 kg
Ufsi 22 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.848 kg
25.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 1.552 kg
Þorskur 189 kg
Ufsi 46 kg
Samtals 1.787 kg
25.4.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 7.829 kg
Samtals 7.829 kg
25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,30 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,18 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,41 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,14 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 1.593 kg
Þorskur 132 kg
Skarkoli 89 kg
Ufsi 22 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.848 kg
25.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 1.552 kg
Þorskur 189 kg
Ufsi 46 kg
Samtals 1.787 kg
25.4.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 7.829 kg
Samtals 7.829 kg
25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg

Skoða allar landanir »