Allt orðið kalt í vélarrúmi Sóleyjar

Reykkafarar varðskipsins fóru niður í vélarrúmið en þar var allt ...
Reykkafarar varðskipsins fóru niður í vélarrúmið en þar var allt orðið kalt og enginn merki um hita eða reyk. Landhelgisgæslan/Guðmundur St. Valdimarsson

Fimm úr áhöfn varðskipsins Týs fóru um borð í Sóleyju Sigurjóns, rækjutogara þar sem eldur kom upp í vélarrúmi í gærkvöldi, til að kanna aðstæður á sjötta tímanum í morgun.

Reykkafarar fóru niður í vélarrúmið, en þar var allt orðið kalt og engin merki um hita eða reyk, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Múlaberg er með Sóleyju í togi á leið til Akureyrar, þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, var til taks í nótt eftir að hafa híft tvo skipverja um borð í nótt.

Ekkert amaði að áhöfn Sóleyjar Sigurjóns, en ákveðið var að fækka í henni.

Það var kl. 21:12 í gær­kvöldi þegar stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar barst neyðarkall frá rækju­tog­ar­an­um Sól­eyju Sig­ur­jóns GK-200 vegna elds sem var laus í vél­ar­rúmi skips­ins. Átta voru um borð en skipið var þá statt um 90 sjó­míl­ur norður af land­inu. 

Múlaberg dregur Sóleyju Sigurjóns til hafnar á Akureyri.
Múlaberg dregur Sóleyju Sigurjóns til hafnar á Akureyri. Landhelgisgæslan/Guðmundur St. Valdimarsson
Fimm úr áhöfn Týs fóru um borð í Sóleyju til ...
Fimm úr áhöfn Týs fóru um borð í Sóleyju til að kanna aðstæður. Landhelgisgæslan/Guðmundur St. Valdimarsson
Landhelgisgæslan/Guðmundur St. Valdimarsson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.6.19 281,58 kr/kg
Þorskur, slægður 24.6.19 244,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.6.19 278,92 kr/kg
Ýsa, slægð 24.6.19 103,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.6.19 84,39 kr/kg
Ufsi, slægður 24.6.19 116,27 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.19 0,00 kr/kg
Gullkarfi 24.6.19 175,42 kr/kg
Litli karfi 11.6.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.6.19 297,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.6.19 Bliki ÍS-414 Sjóstöng
Steinbítur 300 kg
Samtals 300 kg
25.6.19 Hafdís SI-131 Handfæri
Þorskur 67 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 8 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 86 kg
25.6.19 Ásdís ÓF-250 Handfæri
Þorskur 81 kg
Ufsi 38 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 122 kg
25.6.19 Óskar ÞH-234 Handfæri
Þorskur 328 kg
Ufsi 16 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Samtals 351 kg

Skoða allar landanir »