„Þetta hefur verið mikil rússíbanareið“

Dráttarbáturinn Seifur frá Akureyri kom Sóleyju til aðstoðar skammt frá …
Dráttarbáturinn Seifur frá Akureyri kom Sóleyju til aðstoðar skammt frá Akureyrarhöfn. mbl.is/Þorgeir

Togarinn Sóley Sigurjóns hefur fest landfestar í Akureyrarhöfn. Togarinn Múlaberg dró skipið um 90 sjómílur. Sóttist sá dráttur hálfseinlega, enda troll Sóleyjar í eftirdragi lungann úr ferðinni. Allir eru heilir á húfi.

Skipverji sem var um borð í Sóleyju þegar eldurinn kom upp á miðnætti að kvöldi laugardags sagði áhöfninni hafa verið illa brugðið. „Eldur um borð er eitt það versta sem kemur upp á sjó,“ sagði hann í samtali við mbl.is.

Múlaberg með Sóley í togi skammt frá Akureyrarhöfn.
Múlaberg með Sóley í togi skammt frá Akureyrarhöfn. mbl.is/Þorgeir

Eldur kom upp í vélarrúminu og var skipið rafmagnslaust upp frá því þar til stillt var upp bráðabirgðakerfi um borð á meðan á drættinum stóð. Frá því á miðnætti laugardagskvöld hafa sex menn verið um borð í Sóleyju á leið í land, meðal annars til að vakta ástandið í skipinu. „Þetta hefur verið ansi mikil rússíbanareið,“ sagði skipverjinn sem mbl.is talaði við.

Hann segir áhöfnina hafa tekið hárréttar ákvarðanir þegar eldurinn kviknaði og hafa brugðist vel við. Sömuleiðis miðlar hann þökkum sínum til viðbragðsaðila, áhafnar á Múlabergi og TF-LIF.

Sóley Sigurjóns var dregin 90 sjómílur í land eftir að …
Sóley Sigurjóns var dregin 90 sjómílur í land eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins og skemmdi vélarbúnað þess. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.7.20 324,87 kr/kg
Þorskur, slægður 8.7.20 393,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.7.20 489,57 kr/kg
Ýsa, slægð 8.7.20 328,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.7.20 85,59 kr/kg
Ufsi, slægður 8.7.20 109,85 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 8.7.20 207,38 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.7.20 Tóki ST-100 Handfæri
Þorskur 1.577 kg
Ýsa 10 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 1.589 kg
8.7.20 Salómon Sig ST-070 Handfæri
Þorskur 219 kg
Samtals 219 kg
8.7.20 Frídel ST-013 Handfæri
Þorskur 386 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 399 kg
8.7.20 Bogga ST-055 Handfæri
Þorskur 686 kg
Samtals 686 kg
8.7.20 Hanna ST-049 Handfæri
Þorskur 673 kg
Samtals 673 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.7.20 324,87 kr/kg
Þorskur, slægður 8.7.20 393,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.7.20 489,57 kr/kg
Ýsa, slægð 8.7.20 328,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.7.20 85,59 kr/kg
Ufsi, slægður 8.7.20 109,85 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 8.7.20 207,38 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.7.20 Tóki ST-100 Handfæri
Þorskur 1.577 kg
Ýsa 10 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 1.589 kg
8.7.20 Salómon Sig ST-070 Handfæri
Þorskur 219 kg
Samtals 219 kg
8.7.20 Frídel ST-013 Handfæri
Þorskur 386 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 399 kg
8.7.20 Bogga ST-055 Handfæri
Þorskur 686 kg
Samtals 686 kg
8.7.20 Hanna ST-049 Handfæri
Þorskur 673 kg
Samtals 673 kg

Skoða allar landanir »