„Ég hef verið heppinn“

Ljósafell SU, togari Loðnuvinnslunnar, á siglingu inn Eyjafjörð.
Ljósafell SU, togari Loðnuvinnslunnar, á siglingu inn Eyjafjörð. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Ég er þakklátur og glaður og ég hef verið heppinn. Það hefur gengið nokkuð vel og ég hef aldrei orðið fyrir manntjóni og það er ekki sjálfgefið,“ segir Ólafur Helgi Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli, sem látið hefur af störfum eftir fjörutíu ár um borð í skipinu.

Ólafur lét stjórnartauma skipsins af hendi í síðustu viku og af því tilefni var birt stutt viðtal við skipstjórann á vef Loðnuvinnslunnar.

Þau leggjast býsna vel í mig,“ svarar hann hlæjandi, spurður hvernig honum líði á þessum tímamótum.

Ólafur Helgi lét af störfum í síðustu viku.
Ólafur Helgi lét af störfum í síðustu viku.

„Ég á haug af barnabörnum sem ég hef hug á að sinna og fylgjast með þeim vaxa úr grasi,“ svarar hann, spurður hvað taki nú við. Þegar hann hafi verið yngri og með sín eigin born lítil, hafi hann haft minni tíma.

Fjölskyldan hafi verið að koma sér upp húsi og heimili og það hafi krafist þess að hann ynni mikið, eins og algengt sé.

Ólafur tekur starfslokunum fagnandi, sér þau sem nýjan kafla í sínu lífi og er spenntur fyrir því að fletta síðunum í þeim kafla, eins og segir á vef útgerðarinnar.

„Ég kvíði því ekki að eldast með henni Jónu minni.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.6.19 355,80 kr/kg
Þorskur, slægður 19.6.19 435,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.6.19 505,47 kr/kg
Ýsa, slægð 19.6.19 314,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.6.19 99,09 kr/kg
Ufsi, slægður 19.6.19 140,78 kr/kg
Djúpkarfi 22.5.19 127,41 kr/kg
Gullkarfi 19.6.19 228,61 kr/kg
Litli karfi 11.6.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.6.19 289,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.6.19 Sunna Rós SH-123 Grásleppunet
Grásleppa 3.408 kg
Samtals 3.408 kg
19.6.19 Ársæll Sigurðsson HF-080 Handfæri
Þorskur 795 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 807 kg
19.6.19 Habbý ÍS-778 Handfæri
Þorskur 533 kg
Ufsi 289 kg
Samtals 822 kg
19.6.19 Sæli BA-333 Lína
Þorskur 303 kg
Langa 89 kg
Skarkoli 61 kg
Ufsi 38 kg
Samtals 491 kg

Skoða allar landanir »