Risalax kom í grásleppunet

Stefán Haraldsson með risalaxinn sem kom í grásleppunet. Stefán er …
Stefán Haraldsson með risalaxinn sem kom í grásleppunet. Stefán er sonur Haraldar en þeir feðgar róa saman. Tekið var hreistursýni af fiskinum. Ljósmynd/Strengir

Sannkallaður risalax veiddist í grásleppunet undir Skálanesbjargi í síðustu viku. Fiskurinn mældist 112 sentimetrar og vó fimmtán kíló, eða þrjátíu pund upp á gamla móðinn. Frá þessu var greint á fésbókarsíðu Veiðiþjónustunnar Strengja sem hefur á leigu meðal annars laxveiðiárnar Breiðdalsá og Jöklu fyrir austan. Skálanesbjargið er á milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar og þar með á milli þessara tveggja áa. Þröstur Elliðason eigandi Strengja segir í færslunni; „Þetta er mitt á milli Breiðdalsár og Jöklu sem eru miklar stórlaxaár og freistandi að ætla að hann hafi verið á leið í aðra hvora.“

Strengir upplýsa að veiðimaðurinn hafi verið Haraldur Árnason og er haft eftir honum að þetta hafi verið glæsilegur lax og greinilega af náttúrulegum stofni en skaddaðist aðeins í netinu. Tekið verður hreisturssýni af laxinum og verður mjög forvitnilegt að sjá hvað kemur þar í ljós.

Laxar hafa sést í nokkrum laxveiðiám síðustu daga og gefur það góð fyrirheit um sumarið. Vorið hefur verið milt og fyrr á ferðinni en oft er. Þannig skrifar Þröstur Elliðason í þessu samhengi.

„Við opnum Jöklu 27. júní og Breiðdalsá 1. júlí og miðað við hvernig vorar þarna fyrir austan lofar það góðu með startið. Til dæmis er Jökla strax komin í sumarvatn 20-30 rúmmetra á sekúndu miðað við að á venjulega vori væri eðlilegt yfir vatnsmagn yfir 200 rúmmetrar á þessum tíma! Og vatnshitinn er strax komin í 9-10 gráður og ekkert því til fyrirstöðu að laxi gangi hratt upp Jöklu í þessum skilyrðum. Reyndar fullyrti bóndi einn við ána að hafa séð lax stökkva þar fyrir helgi er hann var á ferð við Jöklu en kannski var um að ræða niðurgöngulax, en hver veit, gæti líka bara verið mættur óvenjusnemma,“ skrifaði Þröstur.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.7.20 315,30 kr/kg
Þorskur, slægður 7.7.20 300,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.7.20 457,05 kr/kg
Ýsa, slægð 7.7.20 268,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.7.20 79,87 kr/kg
Ufsi, slægður 7.7.20 93,97 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 7.7.20 262,01 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.7.20 199,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.7.20 Nunni EA-087 Handfæri
Þorskur 739 kg
Ufsi 39 kg
Samtals 778 kg
7.7.20 Fannar EA-029 Handfæri
Þorskur 724 kg
Karfi / Gullkarfi 38 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 778 kg
7.7.20 Jónína EA-185 Línutrekt
Þorskur 3.216 kg
Ýsa 638 kg
Hlýri 61 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 3.918 kg
7.7.20 Sædís EA-054 Handfæri
Þorskur 651 kg
Samtals 651 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.7.20 315,30 kr/kg
Þorskur, slægður 7.7.20 300,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.7.20 457,05 kr/kg
Ýsa, slægð 7.7.20 268,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.7.20 79,87 kr/kg
Ufsi, slægður 7.7.20 93,97 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 7.7.20 262,01 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.7.20 199,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.7.20 Nunni EA-087 Handfæri
Þorskur 739 kg
Ufsi 39 kg
Samtals 778 kg
7.7.20 Fannar EA-029 Handfæri
Þorskur 724 kg
Karfi / Gullkarfi 38 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 778 kg
7.7.20 Jónína EA-185 Línutrekt
Þorskur 3.216 kg
Ýsa 638 kg
Hlýri 61 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 3.918 kg
7.7.20 Sædís EA-054 Handfæri
Þorskur 651 kg
Samtals 651 kg

Skoða allar landanir »