„Búin að vera mjög góð veiði“

Jóhannes Ellert Eiríksson skipstjóri í brúnni á Viðey er skipið ...
Jóhannes Ellert Eiríksson skipstjóri í brúnni á Viðey er skipið var nýkomið til landsins. mbl.is/Árni Sæberg

Ísfisktogarinn Viðey RE kom til hafnar í Reykjavík á mánudagsmorgun, sólarhring á undan áætlun. Eina ástæðan er mjög góð aflabrögð á heimamiðum togara HB Granda.

„Vertíðartímabilinu er að ljúka og fiskurinn að ganga út af hrygningarsvæðunum. Það er búin að vera mjög góð veiði og eini vandinn er að veiða í samræmi við þarfir vinnslunnar,“ segir Jóhannes Ellert Eiríksson skipstjóri, sem jafnan er kallaður Elli, en hann var með Viðey á Fjöllunum og Eldeyjarbanka í veiðiferðinni.

Alls var aflinn um 160 til 170 tonn og þar af var um helmingur ufsi, að því er fram kemur á vef HB Granda.

„Ufsinn veiðist mikið á karfaslóð, svo sem á Fjöllunum, en við reynum að forðast gullkarfann. Það hefur tekist nokkuð vel. Það er minna um þorsk núna á þessum hefðbundnu miðum okkar en togararnir hafa verið að fá mjög góða veiði út af Jökli. Það hefur greinilega verið mjög mikið af fiski í Breiðafirði í vetur en hann er að ganga út og mun svo skila sér norður eftir í ætisleit,“ segir Elli, sem á allt eins von á því að leið ísfisktogaranna liggi norður á Vestfjarðamið fljótlega eftir sjómannadag.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.6.19 355,80 kr/kg
Þorskur, slægður 19.6.19 435,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.6.19 505,47 kr/kg
Ýsa, slægð 19.6.19 314,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.6.19 99,09 kr/kg
Ufsi, slægður 19.6.19 140,78 kr/kg
Djúpkarfi 22.5.19 127,41 kr/kg
Gullkarfi 19.6.19 228,61 kr/kg
Litli karfi 11.6.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.6.19 289,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.6.19 Sunna Rós SH-123 Grásleppunet
Grásleppa 3.408 kg
Samtals 3.408 kg
19.6.19 Ársæll Sigurðsson HF-080 Handfæri
Þorskur 795 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 807 kg
19.6.19 Habbý ÍS-778 Handfæri
Þorskur 533 kg
Ufsi 289 kg
Samtals 822 kg
19.6.19 Sæli BA-333 Lína
Þorskur 303 kg
Langa 89 kg
Skarkoli 61 kg
Ufsi 38 kg
Samtals 491 kg

Skoða allar landanir »