Kepptust um veiðina við Ólafsvík

Keppendur landa afla dagsins á bryggjunni í Ólafsvík.
Keppendur landa afla dagsins á bryggjunni í Ólafsvík. mbl.is/Alfons Finnsson

Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun.

Mótið er hluti af Íslandsmótaröð Landssambands sjóstangaveiðifélaga, þar sem samtals þrír aflamestu dagar hvers keppanda telja til ákvörðunar um Íslandsmeistaratitilinn.

Helgi Hjelm formaður félagsins, Þröstur Albertsson skipstjóri á Stefaníu, sem ...
Helgi Hjelm formaður félagsins, Þröstur Albertsson skipstjóri á Stefaníu, sem var aflahæsti skipstjórinn, Elín Snorradóttir, sem var aflahæst kvenna, Pétur Sigurðsson, aflahæstur karla, og Gunnar Jónsson, ritari félagsins. mbl.is/Alfons Finnsson

Nýliði ársins 52 ára

Helgi Hjelm, formaður félagsins, segir að löng hefð sé fyrir mótahaldinu þó dregið hafi úr þátttöku á síðari árum. „Það hefur verið voðalega lítil endurnýjun. Það er ekki langt síðan ég tók þátt í fyrsta sinn og var við það tilefni valinn nýliði ársins, þá orðinn 52 ára,“ bætir hann við og hlær við.

„Þetta er auðvitað happa og glappa hvernig dregst á báta og skipstjóra,“ segir Helgi, spurður hvað þurfi til sigurs í keppnum á borð við þessa.

„En margir hverjir eru einfaldlega virkilega klárir og góðir veiðimenn og skera sig þannig úr. Menn sem eru búnir að vera sjómenn alla ævi kannski. Svo er þetta ansi mikil vinna, því í raun þarftu að standa í átta tíma.“

Svo illa vildi til að einn bátur bilaði á meðan ...
Svo illa vildi til að einn bátur bilaði á meðan keppninni stóð. Var þá auðsótt mál að fá drátt til hafnar. mbl.is/Alfons Finnsson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.6.19 331,39 kr/kg
Þorskur, slægður 25.6.19 303,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.6.19 271,87 kr/kg
Ýsa, slægð 25.6.19 245,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.6.19 83,97 kr/kg
Ufsi, slægður 25.6.19 124,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.19 0,00 kr/kg
Gullkarfi 25.6.19 193,49 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.6.19 244,22 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.6.19 Hafbjörg NS-016 Handfæri
Þorskur 776 kg
Ufsi 41 kg
Samtals 817 kg
25.6.19 Skálanes NS-045 Handfæri
Þorskur 1.083 kg
Ufsi 31 kg
Ýsa 11 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 1.126 kg
25.6.19 Dósi NS-009 Handfæri
Þorskur 675 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 681 kg
25.6.19 Maggi Á Ósi NS-028 Handfæri
Þorskur 636 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 640 kg

Skoða allar landanir »