Skynsamlegt skref að banna svartolíuna

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir Faxaflóahafnir hafa lengi nefnt að ...
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir Faxaflóahafnir hafa lengi nefnt að það sé ástæða til að takmarka notkun svartolíu í landhelgi Íslands.

„Við hjá Faxaflóahöfnum höfum lengi nefnt að það sé ástæða til að takmarka notkun svartolíu í landhelgi Íslands, undir þeim formerkjum að til þess að ná árangri í loftslagsmálum að þá verður að grípa til aðgerða. Þess vegna erum við sammála þessari aðferðarfræði,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.

Greint var frá því á föstudag að um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið ósk­i eft­ir um­sögn­um um drög að reglu­gerðarbreyt­ingu sem bann­ar notk­un svartol­íu inn­an ís­lenskr­ar land­helgi.

Reglu­gerðarbreyt­ing­arn­ar kveða á um að leyfi­legt brenni­steins­inni­hald í skipa­eldsneyti sem notað er inn­an land­helgi Íslands og inn­sævis verður lækkað úr 3,5% niður í 0,1% þann 1. janú­ar 2020. Sama dag taka gildi breyt­ing­ar inn­an meng­un­ar­lög­sög­unn­ar, en utan land­helg­inn­ar lækk­ar leyfi­legt brenni­steins­inni­hald í skipa­eldsneyti niður í 0,5%.

Hefur ekki áhrif á komur flutningaskipa

Gísli segir ekki eiga að vera flókið verkefni fyrir útgerðirnar að lækka brennisteinsinnihald niður í 0,1% á 12 mílna siglingunni til hafnar. „Farþega- og flutningaskipin eru að uppfylla þessar reglur á siglingu um Norðursjó og Eystrasalt, þannig að við lítum svo á að þetta sé skynsamlegt skref og auðvelt að mæta,“ segir hann.

„Þetta mun ekki hafa áhrif á komur farþegaskipa og ekki hafa veruleg áhrif á flutningaskipin, en þetta er gott skref í þá átt Ísland sendi skýr skilaboð í loftslagmálum.“

Spurður hvort skip séu í dag að brenna svartolíu í íslenskri landhelgi segir hann misjafnt hvort að svo sé, engar takmarkanir séu í hins vegar í dag sem banni þeim að gera slíkt. „Mikið af þessum skipum eru með léttari olíu, einhver eru þó með svartolíu á úthafinu en það eru engin skip sem mega brenna svartolíu í höfnum,“ segir Gísli

„Það er skynsamlegt að stíga þetta skref nú, því það á að vera auðvelt fyrir allar útgerðir að mæta þessu og þarna eru íslensk stjórnvöld, sem vilja ná árangri að grípa til aðgerða.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.6.19 331,39 kr/kg
Þorskur, slægður 25.6.19 303,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.6.19 271,87 kr/kg
Ýsa, slægð 25.6.19 245,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.6.19 83,97 kr/kg
Ufsi, slægður 25.6.19 124,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.19 0,00 kr/kg
Gullkarfi 25.6.19 193,49 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.6.19 244,22 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.6.19 Hafbjörg NS-016 Handfæri
Þorskur 776 kg
Ufsi 41 kg
Samtals 817 kg
25.6.19 Skálanes NS-045 Handfæri
Þorskur 1.083 kg
Ufsi 31 kg
Ýsa 11 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 1.126 kg
25.6.19 Dósi NS-009 Handfæri
Þorskur 675 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 681 kg
25.6.19 Maggi Á Ósi NS-028 Handfæri
Þorskur 636 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 640 kg

Skoða allar landanir »