Ætlar ekki að skila nýjum meðmælalista

Heiðveig og B-listinn bjóða sig nú aftur fram til stjórnar …
Heiðveig og B-listinn bjóða sig nú aftur fram til stjórnar Sjómannafélagsins. mbl.is/Eggert

„Það liggur ljóst fyrir að við erum ekki að fara að safna þessum meðmælum aftur. Við höfum gert þeim grein fyrir því.“ Þetta segir Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, sem sækist eftir kjöri í stjórn Sjómannafélags Íslands. Óljóst er hvort framboðið hennar verður aftur dæmt ógilt, en kjörstjórn taldi framboð hennar ófullnægjandi og fór fram á lagfæringar og 100 nýjar undirskriftir.

Gaf kjörstjórnin frest til hádegis á morgun að verða við þessum kröfum. Heiðveig telur hins vegar um túlkunaratriði að ræða segir í samtali við mbl.is að framboðið hafi óskað eftir fundi á þriðjudaginn til að fara yfir málin, en fram að því verður nýjum undirskriftum ekki skilað. Sama dag mun kjörstjórn funda og taka ákvörðun um framhaldið.

Listi Heiðveigar býður nú aftur fram til stjórnar Sjómannafélagsins, eftir að boðað var til nýrra kosninga í kjölfar niðurstöðu félagsdóms fyrr á árinu. Heiðveig hafði upphaflega á síðasta ári boðið sig fram í félaginu, en það framboð hafði verið dæmt ógilt og henni vísað úr félaginu. Félagsdómur dæmdi henni hins vegar í hag og var í kjölfarið boðað aftur til kosninga. Nú er hins vegar kominn upp nýr hnútur, því kjörstjórn segir framboðið ófullnægjandi þar sem frambjóðendur séu ekki úr öllum starfsgreinum og endurspegli þar með ekki sjónarmið og áherslur allra félaga.

Heiðveig benti á í Facebook-færslu að um væri að ræða túlkunaratriði. Í samtali við mbl.is segist hún fara fram á að tveim af þremur úr kjörstjórn segi af sér, þeir Jónas Þór Jónasson og Guðmundur Hallvarðsson. Segir hún þá vanhæfa vegna aðkomu sinnar að því að reka sig úr félaginu í fyrra og dæma framboðið ógilt. Þá segir hún B-listann, sem hún stendur á bak við, einnig vilja mann í kjörstjórn. „Slíkt væri eðlilegt í öllum öðrum stéttarfélögum,“ segir hún.

Eftir að greint var frá kröfum kjörstjórnar á föstudaginn sendi Sjómannafélagið frá sér yfirlýsingu um að engin ákvörðun hefði verið tekin um lögmæti framboðsins. Hins vegar hefði verið farið fram á lagfæringar og B-lista gefinn kostur til mánudagsins 10. júní til að bæta úr annmörkum sem kjörstjórn telur vera á framboðinu. Þá segir að kjörstjórn muni hittast á þriðjudaginn og taka ákvörðun um lögmæti listans og byggja þá ákvörðun á lögum félagsins.

Heiðveig segir að Benóný Harðarson, starfsmaður VM og fulltrúi í kjörstjórn sem hlutlaus aðili, hafi hringt í hana á föstudaginn eftir að málið kom upp og sagt að hann vildi leysa hnútinn. Hún hafi óskað eftir að fulltrúi framboðsins myndi hitta kjörstjórnina á þriðjudaginn til að ræða málin, en sjálf er Heiðveig erlendis. Segir hún Benóný hafa tekið vel í þá hugmynd. Benóný segir í samtali við mbl.is að hann hafi sent erindið á þá Jónas og Guðmund, en að enn hafi ekkert verið ákveðið með mögulegan fund með framboðinu.

Spurður hvaða áhrif það hafi að framboðið muni ekki skila nýjum meðmælum fyrir hádegi á morgun sagðist Benóný ekkert geta svarað fyrir það að svo stöddu. Sagði hann menn munu reyna að vanda sig og ekki taka neina ákvörðun að óskoðuðu máli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.7.20 301,08 kr/kg
Þorskur, slægður 10.7.20 483,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.7.20 512,89 kr/kg
Ýsa, slægð 10.7.20 431,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.7.20 42,82 kr/kg
Ufsi, slægður 10.7.20 110,63 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 10.7.20 202,02 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.20 Bryndís SH-128 Grásleppunet
Grásleppa 1.856 kg
Samtals 1.856 kg
12.7.20 Einar Hálfdáns ÍS-011 Landbeitt lína
Steinbítur 2.143 kg
Ýsa 1.766 kg
Þorskur 1.155 kg
Skarkoli 35 kg
Samtals 5.099 kg
12.7.20 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Ýsa 1.753 kg
Steinbítur 377 kg
Langa 194 kg
Þorskur 148 kg
Skarkoli 85 kg
Ufsi 81 kg
Hlýri 51 kg
Keila 15 kg
Karfi / Gullkarfi 6 kg
Samtals 2.710 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.7.20 301,08 kr/kg
Þorskur, slægður 10.7.20 483,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.7.20 512,89 kr/kg
Ýsa, slægð 10.7.20 431,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.7.20 42,82 kr/kg
Ufsi, slægður 10.7.20 110,63 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 10.7.20 202,02 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.20 Bryndís SH-128 Grásleppunet
Grásleppa 1.856 kg
Samtals 1.856 kg
12.7.20 Einar Hálfdáns ÍS-011 Landbeitt lína
Steinbítur 2.143 kg
Ýsa 1.766 kg
Þorskur 1.155 kg
Skarkoli 35 kg
Samtals 5.099 kg
12.7.20 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Ýsa 1.753 kg
Steinbítur 377 kg
Langa 194 kg
Þorskur 148 kg
Skarkoli 85 kg
Ufsi 81 kg
Hlýri 51 kg
Keila 15 kg
Karfi / Gullkarfi 6 kg
Samtals 2.710 kg

Skoða allar landanir »