„Fiskistofa braut gegn áhöfn og útgerð“

Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir gleðiefni að úrskurður ...
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir gleðiefni að úrskurður Fiskistofu hafi verið felldur úr gildi. mbl.is/Árni Sæberg

Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir Fiskistofu hafa brotið gegn áhöfn og útgerð þegar stofnunin svipti Kleifaberg ER-70 leyfi til veiða í í atvinnuskyni 12 vikur.

„Úrskurður ráðuneytisins er gleðiefni. Hann staðfestir að Fiskistofa braut gegn áhöfn og útgerð Kleifabergs með úrskurði sínum. Ég vona að það geti verið starfsfriður og Fiskistofa vinni faglega,“ segir Runólfur um að atvinnuvegaráðuneytið hafi ógilt úrskurð Fiskistofu.

Fiskistofa svipti Kleifaberg leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna meints brottkasts í þremur tilvikum. Ráðuneytið taldi að tvö tilvik frá 2008 og 2010 væru fyrnd. Jafnframt væri tilvikið frá 2016 eignaspjöll áhafnarmanns, en ekki brottkast.

Haft var eftir Eyþóri Björnssyni, forstjóra Fiskistofu, að stofnunin muni skoða niðurstöðu ráðuneytisins, en að augljóst hafi verið að framin voru brot. Það hafi verið aldur myndbandanna sem hafi haft áhrif á niðurstöðuna.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.6.19 355,80 kr/kg
Þorskur, slægður 19.6.19 435,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.6.19 505,47 kr/kg
Ýsa, slægð 19.6.19 314,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.6.19 99,09 kr/kg
Ufsi, slægður 19.6.19 140,78 kr/kg
Djúpkarfi 22.5.19 127,41 kr/kg
Gullkarfi 19.6.19 228,61 kr/kg
Litli karfi 11.6.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.6.19 289,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.6.19 Jón Magg OF-047 Handfæri
Ufsi 1.532 kg
Þorskur 195 kg
Samtals 1.727 kg
19.6.19 Jónína EA-185 Lína
Þorskur 2.301 kg
Ýsa 466 kg
Þorskur 277 kg
Hlýri 61 kg
Keila 42 kg
Karfi / Gullkarfi 24 kg
Ufsi 22 kg
Samtals 3.193 kg
19.6.19 Björn EA-220 Grálúðunet
Grálúða / Svarta spraka 1.106 kg
Þorskur 49 kg
Hlýri 40 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 1.197 kg

Skoða allar landanir »