Kerecis lýkur 2 milljarða fjármögnun

Starfsmaður heldur á fullunninni vörunni en hún er grædd í ...
Starfsmaður heldur á fullunninni vörunni en hún er grædd í sár, sem sum hver geta náð allt inn að beini. Ljósmynd/Kerecis

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið 16 milljóna dala fjármögnun, jafnvirði um tveggja milljarða króna.

Fyrirtækið, sem var stofnað árið 2011, framleiðir afurðir byggðar á affrumuðu þorskroði, sem hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru seldar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum, einkum hjá fólki með sykursýki.

Kerecis var útnefnd hraðast vaxandi fyrirtæki Íslands árið 2016, og lenti í öðru sæti 2017 og 2018. Fyrirtækið hefur nær þrefaldað tekjur sínar árlega frá stofnun. Fjármögnunin kemur til vegna örs vaxtar, einkum í Bandaríkjunum og Sviss en auk þess verður framleiðslan sem öll fer fram á Ísafirði, aukin og starfsfólki fjölgað.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson er stofnandi fyrirtækisins. Hann kynntist vandamálinu sem þrálát sér eru þegar hann vann hjá Össuri í tengslum við gervilimi fyrirtækisins hjá sykursjúkum. 

„Þegar fólk er með sykursýki deyja háræðarnar, og því næst taugarnar,“ segir Guðmundur. Lendi fólk í því að fá sár geti það undið upp á sig, stækkað og fólk á endanum misst útlim, bætir hann við og segir að um hálf milljón manna missi árlega útlim vegna sykursýki, þar af um 100.000 manns í Bandaríkjunum. 

Fiskroð hefur, að sögn Guðmundar, ótrúlega svipaða áferð og mannshúð. Það sé jafnþykkt og teygjanlegt. Því sé unnt að græða unnið þorskroð í svöðusár sykursjúkra og blekkja líkamann til að halda að þar sé á ferðinni mannshúð. Á endanum endurnýjast frumur líkamans þar til roðið er á bak og burt og eftir stendur húð.

Um tíu til tuttugu sjúklingar á Íslandi eru hverju sinni í fiskroðsmeðferð með vörum Kerecis á sjúkrahúsum landsins og mun fleiri erlendis.

80 manns vinna hjá fyrirtækinu, þar af 55 sölumenn í Bandaríkjunum, en rannsóknar- og þróunardeild fyrirtækisins er í Reykjavík og eru vörurnar, sem fyrr segir, framleiddar á Ísafirði þar sem 12 vinna.

 Laurene Jobs meðal fjárfesta

Hið nýja hlutafé kemur að mestum hluta frá gömlum og nýjum hluthöfum, um tíu milljónir dala, en sex milljónir koma til vegna skuldabréfa sen breytt var í hlutafé. Í tilkynningu frá Kerecis segir að talsverð umframeftirspurn hafi verið eftir bréfunum. Fiskroð hefur hingað til ekki talist nýtilegt og því jafnan fleygt við fiskverkun. Því er um að ræða verkefni sem eykur nýtingu afurðarinnar og minnkar sóun, og segir Guðmundur að fjáðir áhugamenn um bætta nýtingu náttúruauðlinda, svokallaðir englafjárfestar, hafi sýnt verkefninu áhuga. Úr fyrirtækjaskrá má lesa að meðal þeirra er Laurene Jobs, fyrrverandi eiginkona Steve Jobs, stofnanda Apple, en Guðmundur segist ekki mega tjá sig frekar um þá aðkomu.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis. Ljósmynd/Kerecis
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.19 308,53 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.19 369,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.19 346,21 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.19 185,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.19 101,75 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.19 137,23 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 17.7.19 343,93 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.7.19 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.19 Aða ÁR-060 Handfæri
Þorskur 442 kg
Samtals 442 kg
17.7.19 Ársæll Sigurðsson HF-080 Handfæri
Þorskur 798 kg
Samtals 798 kg
17.7.19 Dadda HF-043 Handfæri
Þorskur 174 kg
Samtals 174 kg
17.7.19 Sif HF-010 Handfæri
Þorskur 153 kg
Samtals 153 kg
17.7.19 Garðar ÞH-122 Handfæri
Þorskur 424 kg
Samtals 424 kg
17.7.19 Óskar HF-009 Handfæri
Þorskur 731 kg
Samtals 731 kg

Skoða allar landanir »