Lækka aflamark ýsu um 28%

Hafró hefur áhyggjur af nýliðunarbresti og lækkar aflamark fleiri tegunda.
Hafró hefur áhyggjur af nýliðunarbresti og lækkar aflamark fleiri tegunda. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það er nýliðunarbrestur í nokkrum tegundum, að því er fram kom í máli Guðmundar Þórðarsonar, sviðsstjóra botnsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, í morgun er hann kynnti á ástand nytjastofna sjávar og ráðgjöf stofnunarinnar fyrir fiskveiðiárið 2019/2020. „Við höfum dálítið miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Guðmundur.

Hafró leggur til að aflamark fyrir þorsk verði 272.411 tonn eða 3% hærra en á síðasta fiskveiðiári. Þá er gert ráð fyrir að viðmiðunarstofninn minnki um 3% á árinu og meira jafnvel á næstu árum, en hann er metinn á 1.401.925 tonn nú.

Lækkanir á fleiri tegundir

Sökum þess að ýsan verður kynþroska eldri og stærri en áður er lagt til að veiðihlutfall stofnsins verði lækkað úr 0,4 í 0,35. Aflamark sem stofnunin leggur til fyrir ýsu er 41.823 tonn sem er 28% minnkun miðað við síðasta tímabil þegar það var 57.982 tonn.

Ráðgjöf Hafró er að aflamark fyrir ufsa verði 80.588 tonn miðað við 79.092 tonn síðasta tímabils. Aflamark gullkarfa er svipað og síðast og er 43.568 tonn, en lækkar um 2% fyrir síld í 34.572 tonn og um 12% fyrir grálúðu í 24.150 tonn.

Þá er einnig lækkun aflamarks grálúðu um 12% í 21.360 tonn, 7% lækkun fyrir steinbít í 8.344 tonn og 2% lækkun fyrir skarkola í 6.985 tonn.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir hefðbundið sé að ráðleggingar Hafró séu kynntar nefndinni. Þeim fundi hefur þó ekki verið komið á sökum þess að ekki hefur enn verið samið um þinglok.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.6.19 309,29 kr/kg
Þorskur, slægður 20.6.19 342,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.6.19 411,91 kr/kg
Ýsa, slægð 20.6.19 286,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.6.19 110,99 kr/kg
Ufsi, slægður 20.6.19 137,64 kr/kg
Djúpkarfi 22.5.19 127,41 kr/kg
Gullkarfi 20.6.19 224,70 kr/kg
Litli karfi 11.6.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.19 296,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.6.19 Kría ÍS-411 Sjóstöng
Þorskur 70 kg
Samtals 70 kg
20.6.19 Svanur BA-413 Sjóstöng
Þorskur 181 kg
Samtals 181 kg
20.6.19 Álka ÍS-409 Sjóstöng
Þorskur 154 kg
Samtals 154 kg
20.6.19 Már BA-406 Sjóstöng
Steinbítur 43 kg
Samtals 43 kg
20.6.19 Fýll ÍS-412 Sjóstöng
Þorskur 187 kg
Samtals 187 kg
20.6.19 Sendlingur ÍS-415 Sjóstöng
Þorskur 98 kg
Samtals 98 kg

Skoða allar landanir »