Mótmæla skerðingu aflaheimilda

Félag makrílveiðimanna er ósátt við tilhögun aflaheimilda í frumvarpi stjórnvalda.
Félag makrílveiðimanna er ósátt við tilhögun aflaheimilda í frumvarpi stjórnvalda. mbl.is/Helgi Bjarnason

Félag makrílveiðimanna segir algjört misrétti í frumvarpi ríkistjórnarinnar um kvótasetningu á makríl og sakar Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formann atvinnuveganefndar Alþingis, um „augljós hagsmunatengsl.“

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu félagsins, sem telur frumvarpið valda því að minnstu útgerðirnar þurfi að taka á sig 45% skerðingu í úthlutuðum aflaheimilda.

„Á síðasta ári fengu þessi skip rúmlega 5.000 tonn úthlutað til veiða en verði frumvarpið samþykkt munu þessar útgerðir sitja eftir með einungis 2.700 tonn. Heimildir þessara útgerða eru færðar að mestu til stórútgerðarinnar og restin fer í opinberan leigupott sem á að bera tvöfalt veiðigjald,“ segir í tilkynningunni.

Unnsteinn Þráinsson, formaður Félags makrílveiðimanna.
Unnsteinn Þráinsson, formaður Félags makrílveiðimanna. Ljósmynd/Hólmar H. Unnsteinsson

Með þessu verði smærri útgerðum „gert að borga leigugjald fyrir að leigja þær [veiðiheimildirnar] aftur af ríkinu. Gjaldið ásamt veiðigjöldum nemur tvöföldu veiðigjaldi annarra útgerða,“ og minnstu útgerðirnar munu þá þurfa að lifa við dýrari og áhættusamari rekstur.

Þá segir að stórútgerðin bæti við sig um 15% af kvótanum og að félagslegur pottur fyrir strandveiðimenn stækki um 100%. „Eðlilega eru útgerðir smábáta og skipa sem stundað hafa veiðar á makríl með línu-og handfærum (krókum) brjálaðar yfir þessum tillögum.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.19 308,53 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.19 369,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.19 346,21 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.19 185,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.19 101,75 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.19 137,23 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 17.7.19 343,93 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.7.19 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.19 Aða ÁR-060 Handfæri
Þorskur 442 kg
Samtals 442 kg
17.7.19 Ársæll Sigurðsson HF-080 Handfæri
Þorskur 798 kg
Samtals 798 kg
17.7.19 Dadda HF-043 Handfæri
Þorskur 174 kg
Samtals 174 kg
17.7.19 Sif HF-010 Handfæri
Þorskur 153 kg
Samtals 153 kg
17.7.19 Garðar ÞH-122 Handfæri
Þorskur 424 kg
Samtals 424 kg
17.7.19 Óskar HF-009 Handfæri
Þorskur 731 kg
Samtals 731 kg

Skoða allar landanir »