Smá bið í að Blíða fari aftur að fljóta

Blíða SH-277, sem er í miðjunni, hallar nokkuð á skerinu. …
Blíða SH-277, sem er í miðjunni, hallar nokkuð á skerinu. Hún ætti að komast aftur á flot innan fáeinna klukkustunda. Vefmyndavél

Blíða SH-277, fiskiskip sem er strand 1,3 sjómílur frá Stykkishólmi, ætti að komast aftur á flot eftir eina og hálfa til tvær klukkustundir, að sögn þess sem stýrir aðgerðum á vettvangi úr landi. Beðið er eftir flóði og horfur eru góðar.

Hér er bein útsending af strandinu í vefmyndavél.

„Um leið og það er komið það mikið í að það fer að fljóta ætti þetta ekki að vera vandi,“ segir Einar Þór Strand formaður svæðisstjórnar hjá Landsbjörgu á Snæfellsnesi í samtali við mbl.is. „Það er það mikið fallið út síðan hann fór upp á skerið. Það er bullandi dýpi fyrir aftan hann, þannig að hann mun fljóta,“ segir Einar, sem er bjartsýnn um að Blíða muni fljóta aftur á stað.

Klukkan hálftvö steytti Blíða á skeri sem ekki var vitað af. Höggið var nokkuð. Báturinn liggur nokkuð hallandi á skerinu. „Það er alltaf svolítið bank þegar menn lenda á skeri sem þeir vita ekki af. Þeir lenda með framendann á skerinu en það ætti þó að vera í lagi með vélarrúm og skrúfur,“ segir Einar.

Einar segir aðstæður „eins tryggar og hægt er að hafa þær.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á vettvang, auk Björg, björgunarskips Landhelgisgæslunnar, Fjólu, fiskiskips sem var í grenndinni, og sjómælingaskipsins Baldurs. Auk þess eru björgunarbátar staddir nærri.

Blíða SH-277 frá Stykkishólmi er 22 tonna fiskiskip.
Blíða SH-277 frá Stykkishólmi er 22 tonna fiskiskip.
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 1.967 kg
Ýsa 1.209 kg
Steinbítur 816 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 4.006 kg
23.4.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 305 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 308 kg
23.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 1.151 kg
Þorskur 363 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.524 kg
23.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Þorskur 1.664 kg
Samtals 1.664 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 1.967 kg
Ýsa 1.209 kg
Steinbítur 816 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 4.006 kg
23.4.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 305 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 308 kg
23.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 1.151 kg
Þorskur 363 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.524 kg
23.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Þorskur 1.664 kg
Samtals 1.664 kg

Skoða allar landanir »