Rammi semur við Völku um nýjung hér á landi

Guðjón Ingi Guðjónsson, sölustjóri hjá Völku, og Jón Páll Kristófersson, …
Guðjón Ingi Guðjónsson, sölustjóri hjá Völku, og Jón Páll Kristófersson, rekstrarstjóri Ramma hf. í Þorlákshöfn.

Rammi hf. hefur samið við Völku um kaup á skurðarvél og flokkunarbúnaði fyrir vinnslu fyrirtækisins í Þorlákshöfn. Kaupin eru stór þáttur í þeirri stefnu Ramma að leggja aukna áherslu á vinnslu fjölbreyttari afurða á samkeppnishæfan hátt, að því er fram kemur í tilkynningu.

Segir þar að vatnsskurðarvélin frá Völku muni skera flök, bæði fersk og léttsöltuð, auk þess sem hún verði nýtt við skurð á heilum flatfiski, sem sé nýjung hér á landi. Vélin bjóði vinnslum á borð við Ramma upp á þann möguleika að taka inn ólíkar tegundir og vinna úr þeim fjölbreytta flóru afurða með hámarksnýtingu.

Aukin áhersla á bolfisk og flatfisk

Rammi starfrækir humar- og bolfiskvinnslu í Þorlákshöfn og gerir þaðan út tvö ísfiskskip. Valka og Rammi hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár en árið 2017 var sett upp skurðarvél frá Völku í Sólbergi ÓF-1, sem var aflahæsti frystitogari síðasta árs.

„Nú hefur veiði á humri snarminnkað undanfarin ár og til þess að bregðast við því munum við leggja aukna áherslu á frekari og fjölbreyttari vinnslu á bolfiski og flatfiski,“ segir Jón Páll Kristófersson, rekstrarstjóri Ramma hf. í Þorlákshöfn.

„Við ákváðum að semja við Völku um þessi kaup þar sem skurðarvélin er öflug og sveigjanleg og býður upp á að framleiða samhliða afurðir úr bolfiski og flatfiski.“

Flatfiskur fyrir hádegi og þorskur eftir hádegi

„Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu fjölhæf og sveigjanleg skurðarvélin okkar er og er nýting hennar nú ekki eingöngu bundin við skurð á flökum, heldur er hún nú einnig nýtt við skurð á heilum flatfiski,“ segir Guðjón Ingi Guðjónsson, sölustjóri hjá Völku.

„Með sömu vél er sem dæmi hægt að skera heilan flatfisk fyrir hádegi og þorskflök eftir hádegi og nýtist hún því vel vinnslum, eins og Ramma í Þorlákshöfn, sem eru með fjölbreytta afurðaflóru. Þegar er verið að nýta vélar frá okkur við skurð á heilum flatfiski með góðum árangri í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu en þetta er í fyrsta sinn sem nýta á hana við þannig skurð hér á landi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »