Stormur verður gerður út við Baffinsland

Stormur í slipp. Búist er við að skipið sigli úr ...
Stormur í slipp. Búist er við að skipið sigli úr landi síðar á árinu. mbl.is/sisi

Línu- og netaskipið Stormur HF-294 fór upp í slipp í Reykjavík fyrr í mánuðinum og kom svo aftur niður sem Stormur GR 6-44. Ástæðan er sú að skipið hefur verið selt til kanadísks útgerðarfélags og er kaupverðið 14 milljónir evra, eins og greint var frá á 200 mílum í mars.

„Við erum núna að setja í hann verksmiðjuna, það er millidekkið. Það var aldrei klárað því við vissum ekki hvað átti að gera við skipið,“ segir Axel Jónsson skipstjóri, sem sigla mun skipinu úr landi síðar í ár.

Hann býst við að það verði í október, en í kjölfarið mun útgerðarfélagið vestanhafs gera skipið út til veiða á grálúðu á línu við Baffinsland.

Lá óhreyft í Reykjavíkurhöfn

Skipið kom til Reykja­vík­ur­hafn­ar í des­em­ber 2017 frá Gdansk í Póllandi, þar sem skrokk­ur­inn var lengd­ur úr 23 metr­um í 45 metra. Út­gerðin hafði þá keypt skrokk­inn í Ný­fundna­landi nokkr­um árum áður.

At­hygli vakti þá að skipið er dísil-raf­knúið (e. diesel-electric) þar sem skrúfu­búnaður­inn er knú­inn af raf­mótor. Ork­an er feng­in með dísil-eldsneyti, sem dríf­ur raf­mótor­inn, en með þessu fyr­ir­komu­lagi mun orku­notk­un vera um helm­ingi minni en hjá sam­bæri­legu skipi.

Síðan hef­ur skipið hins veg­ar legið óhreyft í Reykja­vík­ur­höfn.

„Ég seldi kvót­ann og ákvað að hætta í út­gerð og skipið hef­ur síðan þá verið til sölu. En skipið er æðis­legt, frá­bært sjó­skip í alla staði,“ sagði Stein­dór Sig­ur­geirs­son, eig­andi Storms Sea­food, við 200 mílur í mars.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.19 309,46 kr/kg
Þorskur, slægður 19.7.19 364,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.19 312,51 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.19 126,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.19 108,88 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.19 144,08 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 19.7.19 286,64 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.7.19 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.7.19 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 3.925 kg
Ýsa 156 kg
Samtals 4.081 kg
19.7.19 Djúpey BA-151 Grásleppunet
Grásleppa 1.752 kg
Samtals 1.752 kg
19.7.19 Beta GK-036 Lína
Hlýri 51 kg
Keila 28 kg
Þorskur 23 kg
Karfi / Gullkarfi 6 kg
Grálúða / Svarta spraka 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 116 kg
19.7.19 Sandfell SU-075 Lína
Hlýri 1.228 kg
Karfi / Gullkarfi 1.016 kg
Þorskur 235 kg
Keila 113 kg
Grálúða / Svarta spraka 5 kg
Samtals 2.597 kg

Skoða allar landanir »