Vísitala norsk-íslenskrar síldar lækkar

Húsakynni Hafrannsóknastofnunar, að Skúlagötu 4.
Húsakynni Hafrannsóknastofnunar, að Skúlagötu 4. mbl.is/Arnþór Birkisson

Vísitala norsk-íslenskrar síldar lækkar um þrjú prósent frá síðustu mælingum, samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegs leiðangurs í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum sem farinn var í maímánuði.

Á vef Hafrannsóknastofnunar kemur fram að útbreiðsla stofnsins hafi mælst svipuð og undanfarin ár. Um tvo þriðju hluta lífmassans hafi verið að finna suðvestantil í Noregshafi, það er í Austurdjúpi, en þriðjungur austar og norðar.

„Stærsta og elsta síldin hafði að öllu jöfnu gengið lengst í vestur en yngri síld var að finna austar og norðar,“ segir á vef stofnunarinnar. Heildarbergmálsvísitala fullorðinnar síldar hafi þá mælst 4,9 milljón tonn, sem feli í sér 3% lækkun frá árinu 2018 eins og áður sagði.

Vísitölur síðustu ára munu hafa sveiflast lítillega en heilt yfir eru þær sagðar sýna nokkuð stöðuga stofnstærð. Árgangurinn frá 2013 hafði mestan fjölda fiska og sömuleiðis mestan lífmassa, eða 24%.

Mikil óvissa með 2016-árganginn

Bent er á að vonir hafi verið bundnar við að 2016-árgangurinn kunni að vera stór. Umtalsvert fannst nú af þeim árgangi en óvíst er enn talið hvort hann sé að fullu genginn úr Barentshafi.

„Það er því enn þá mikil óvissa með stærð hans en fjöldavísitala árgangsins nú við þriggja ára aldur er svipuð og stóra árgangsins frá 2004 en lægri en 2013 árgangsins.“

Miðað við dreifingu stofnsins megi ætla að eldri hlutinn muni halda sig austur og norður af Íslandi í sumar líkt og undanfarin ár.

Niðurstöður síldarmælinganna verða meðal annars notaðar á fundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins í lok ágúst, þar sem vinna við stofnstærðarmat og ráðgjöf uppsjávarfiskistofna mun fara fram.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.20 303,73 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.20 215,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.20 393,44 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.20 315,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.20 72,58 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.20 99,14 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.20 134,20 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.6.20 79,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.20 Tjaldur BA-068 Handfæri
Þorskur 697 kg
Samtals 697 kg
2.7.20 Völusteinn NS-301 Handfæri
Þorskur 744 kg
Ýsa 24 kg
Samtals 768 kg
2.7.20 Öðlingur SU-191 Handfæri
Þorskur 433 kg
Ufsi 241 kg
Samtals 674 kg
2.7.20 Rakel ÍS-004 Handfæri
Þorskur 195 kg
Samtals 195 kg
2.7.20 Gunnþór ÞH-075 Þorskfisknet
Þorskur 1.677 kg
Karfi / Gullkarfi 40 kg
Samtals 1.717 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.20 303,73 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.20 215,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.20 393,44 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.20 315,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.20 72,58 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.20 99,14 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.20 134,20 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.6.20 79,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.20 Tjaldur BA-068 Handfæri
Þorskur 697 kg
Samtals 697 kg
2.7.20 Völusteinn NS-301 Handfæri
Þorskur 744 kg
Ýsa 24 kg
Samtals 768 kg
2.7.20 Öðlingur SU-191 Handfæri
Þorskur 433 kg
Ufsi 241 kg
Samtals 674 kg
2.7.20 Rakel ÍS-004 Handfæri
Þorskur 195 kg
Samtals 195 kg
2.7.20 Gunnþór ÞH-075 Þorskfisknet
Þorskur 1.677 kg
Karfi / Gullkarfi 40 kg
Samtals 1.717 kg

Skoða allar landanir »