„Umræðan verið nokkuð harkaleg“

Kristján Þór segist hafa viljað kalla fulltrúa aðilanna saman til ...
Kristján Þór segist hafa viljað kalla fulltrúa aðilanna saman til að fara yfir næstu skref. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í dag fund með helstu hagsmunaaðilum í uppbyggingu fiskeldis. Tilefni fundarins var samþykkt Alþingis í síðustu viku á tveimur frumvörpum um fiskeldi, annars vegar um gjaldtöku og hins vegar um breytingar á ýmsum lögum um fiskeldi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Segir í henni að á fundinum hafi Kristján Þór farið yfir næstu skref í þeim verkefnum sem samþykkt frumvarpanna leiði af sér og jafnframt kallað eftir sjónarmiðum fundargesta.

Aðilar skipt sér í fylkingar

„Undanfarna mánuði og misseri hefur umræðan um uppbyggingu fiskeldis verið nokkuð harkaleg og þar hafa þessir helstu aðilar skipt sér í fylkingar,“ er haft eftir ráðherranum í tilkynningunni.

„Ég vildi með þessum fundi kalla fulltrúa þessara aðila saman og fara yfir næstu skref. Jafnframt hvetja þá til að leita leiða til að leggja sín lóð á vogarskálarnar þannig að meiri sátt geti skapast um uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Ég er sannfærður um að samþykkt Alþingis á þessum tveimur frumvörpum geti orðið góður grunnur í því verkefni.“

Fundinn sátu fulltrúar frá Icelandic Wildlife Fund, Landssambandi veiðifélaga, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Sambandi íslenskra sveitarfélaga auk fulltrúa frá sveitarfélögum á Vestfjörðum og Austurlandi.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.19 309,67 kr/kg
Þorskur, slægður 19.7.19 364,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.19 309,01 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.19 126,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.19 108,88 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.19 144,08 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 19.7.19 294,49 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.7.19 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.7.19 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Skarkoli 1.528 kg
Ýsa 426 kg
Steinbítur 385 kg
Lúða 42 kg
Ufsi 38 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 6 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 2.427 kg
20.7.19 Bobby 5 ÍS-365 Sjóstöng
Þorskur 116 kg
Samtals 116 kg
20.7.19 Bobby 10 ÍS-370 Sjóstöng
Þorskur 94 kg
Samtals 94 kg
20.7.19 Bobby 7 ÍS-367 Sjóstöng
Þorskur 135 kg
Samtals 135 kg

Skoða allar landanir »