Veiða hvali sem eru í útrýmingarhættu

Dauður hvalur kominn á land eftir veiðar dagsins.
Dauður hvalur kominn á land eftir veiðar dagsins. AFP

Ein af þeim þremur tegundum, sem Japanar hófu að veiða í atvinnuskyni fyrr í dag, á það á hættu að hverfa af yfirborði jarðar. Undirstofnar hinna tveggja tegundanna eru heldur ekki í góðu ástandi, segja sérfræðingar.

„Í dag er besti dagurinn,“ sagði Yoshifumi Kai, formaður japanska smábátahvalveiðasambandsins, þar sem hann horfði á hvalveiðimenn draga rúmlega átta metra langa hrefnu á land í bænum Kushiro í Norður-Japan í dag.

Aðeins nokkrum klukkustundum áður höfðu fyrstu japönsku skipin haldið til veiða í atvinnuskyni, en þær hafa ekki verið leyfðar í landinu í 31 ár.

„Við náðum að veiða góðan hval. Hann á eftir að verða ljúffengur,“ bætti Kai við, í samtali við blaðamann AFP, og brosti.

Helltu víni yfir hvalinn

Ódaun lagði frá gapandi gini hvalsins, sem var hífður með neti af bátnum og aftan á vöruflutningabíl. Skorið hafði verið á maga hans á sjó úti til að veita burt mestu af blóðinu, sem halda á kjötinu fersku í lengri tíma.

Enn seytlaði þó blóð af dauðum hvalnum og niður á bryggjuna, en athugulir vinnumenn voru fljótir að skola það í burtu, og hræið um leið. Að því loknu flykktust hvalveiðimenn að, í hvítum stígvélum og með hvíta hjálma á höfði, og helltu hver á fætur öðrum japönsku hrísgrjónavíni - sake - yfir dýrið. Gömlum hefðum samkvæmt.

Stærst á eftir steypireyði og langreyði

Yoshifumi Kai, formaður japanska smábátahvalveiðasambandsins, ræðir við fjölmiðla í dag.
Yoshifumi Kai, formaður japanska smábátahvalveiðasambandsins, ræðir við fjölmiðla í dag. AFP

Eftir að stjórnvöld Japans sögðu sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu í lok síðasta árs, tilkynntu þau að alls yrði heimilt að veiða 227 af þessum stærstu dýrum jarðar til desemberloka í ár.

Dýrin 227 eru af þremur tegundum, en heimilt er nú að veiða 150 skorureyðar, 52 suðurhvelshrefnur og 25 sandreyðar. Þær síðastnefndu eru í útrýmingarhættu, samkvæmt úttekt Alþjóðanáttúruverndarsambandsins IUCN, sem hefur metið ástand yfir hundrað þúsund mismunandi dýra og jurta.

Sandreyður, sem nær yfirleitt 20 metra lengd og er stærsta tegund hvala á eftir steypireyði og langreyði, var einnig uppistaða þeirra veiða sem Japanar sögðust stunda í vísindaskyni frá því snemma á þessari öld og fram til ársins 2017.

Hvalveiðimenn geri ekki neitt rangt

Undirstofnar hinna tveggja tegundanna hafa heldur ekki verið metnir í góðu ástandi, eins og áður sagði, þótt yfirtegundirnar flokkist fjær útrýmingu en sandreyðurin gerir.

Spurður út í gagnrýni náttúruverndarsinna og annarra sem látið hafa sig málið varða, segir Kai að hvalveiðimenn séu ekki að gera neitt rangt.

„Við höfum ekkert til að skammast okkar fyrir.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.20 281,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.20 344,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.20 292,91 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.20 307,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.20 97,98 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.20 124,53 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.20 213,87 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 10.327 kg
Ýsa 1.620 kg
Samtals 11.947 kg
28.3.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 974 kg
Samtals 974 kg
28.3.20 Sæljón NS-019 Grásleppunet
Grásleppa 1.071 kg
Þorskur 87 kg
Rauðmagi 19 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 1.195 kg
28.3.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.168 kg
Samtals 1.168 kg
28.3.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.226 kg
Samtals 1.226 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.20 281,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.20 344,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.20 292,91 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.20 307,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.20 97,98 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.20 124,53 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.20 213,87 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 10.327 kg
Ýsa 1.620 kg
Samtals 11.947 kg
28.3.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 974 kg
Samtals 974 kg
28.3.20 Sæljón NS-019 Grásleppunet
Grásleppa 1.071 kg
Þorskur 87 kg
Rauðmagi 19 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 1.195 kg
28.3.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.168 kg
Samtals 1.168 kg
28.3.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.226 kg
Samtals 1.226 kg

Skoða allar landanir »