„Veiðibann hefur engin áhrif“

Kristinn telur selveiðibann ekki líklegt til þess að skila settu …
Kristinn telur selveiðibann ekki líklegt til þess að skila settu markmiði. Ljósmynd/Andrés Skúlason

„Þetta bann hefur akkúrat engin áhrif á selastofn vegna þess að það hefur ekki verið veiddur landselur í net sem neinu nemur í tugi ára,“ segir Kristinn Nikulásson, stjórnarmaður í Samtökum selabænda, í samtali við mbl.is um tillögu Hafrannsóknarstofnunar um bann við beinum veiðum á landsel.

Kristinn segir sel hafi farið að fækka fyrir talsvert löngu síðan, um það leyti sem grásleppuveiðar fóru að aukast verulega. „Þar sem ég þekki best til – en ég hef búið á Breiðafjarðareyjum – þar hafa selveiðar verið stundaðar alla tíð. Síðan fóru grásleppuveiðar að vera af einhverju marki upp úr 1970. Eftir það hefur sel fækkað.“

„Það er þannig að urtan bítur frá sér kópinn þegar hann er orðinn ákveðið gamall. Þá fer hann út um allt og drepur sig í grásleppunetum. Ég stundaði sjálfur grásleppuveiðar lengi og fékk talsvert mikið af kópum í netin,“ segir Kristinn, sem þó kveðst ekki vera að mæla fyrir því að leggja af grásleppuveiðar.

Landselastofninn hefur minnkað ört.
Landselastofninn hefur minnkað ört.

„Nánast ekkert verið veitt af sel“

„Í Breiðafirði var alveg gríðarlegur fjöldi neta og þetta var það sem fækkaði sel fyrst og fremst – grásleppuveiðar,“ staðhæfir hann og bætir því við að bann við selveiðum sé ekki til nokkurra hluta og telur hugmyndina mjög skrítna.

Bann mun ekki hafa áhrif á starfsemi selabænda, að sögn Kristins. „Það hefur nánast ekkert verið veitt af sel mjög lengi vegna fækkunar og markaðsmála. Það hefur ekki verið markaður fyrir skinnin. Þetta rústaðist fyrir mörgum árum síðan.“

„Veiðarnar eru mjög litlar, þannig að áhrifin [af banni] verða engin. Ég veit ekki hver er að slá sig til riddara með þessu banni, því það er einskis virði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.105 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.131 kg
19.4.24 Guðrún GK 96 Grálúðunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
18.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.163 kg
Þorskur 189 kg
Karfi 6 kg
Samtals 1.358 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.105 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.131 kg
19.4.24 Guðrún GK 96 Grálúðunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
18.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.163 kg
Þorskur 189 kg
Karfi 6 kg
Samtals 1.358 kg

Skoða allar landanir »