Nýja Vestmannaey stóðst prófanir

Vestmannaey VE í prufusiglingu.
Vestmannaey VE í prufusiglingu. Ljósmynd/Vard

Hin nýja Vestmannaey VE, sem er í smíðum hjá skipasmíðastöð í Vard í Aukra í Noregi, fór í prufusiglingu 27. júní síðastliðinn. Um tveimur vikum síðar fóru fram veiðarfæraprófanir þar sem allur búnaður sem tengist veiðarfærum um borð í skipinu var prófaður.

Prufusiglingin og veiðarfæraprófanirnar gengu vel í alla staði og mikil ánægja ríkir með skipið, segir Guðmundur Alfreðsson útgerðarstjóri Bergs-Hugins.

Systurskip Vestmannaeyjar, Bergey, er sömuleiðis í smíðum hjá Vard í Aukra og ráðgert er að það verði sjósett í næsta mánuði. Skipin eru tæplega 29 metrar að lengd og 12 metra breið og há.

Gert er ráð fyrir því að Vestmannaey verði afhent Bergi-Hugin, dótturfélagi Síldarvinnslunnar, síðar í þessari viku, segir í tilkynningu frá Síldarvinnslunni.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.19 291,58 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.19 344,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.19 301,89 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.19 142,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.19 106,47 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.19 123,28 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 16.7.19 344,10 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.7.19 276,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.19 Freyr ST-111 Handfæri
Þorskur 110 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 123 kg
16.7.19 Kalli SF-144 Handfæri
Þorskur 605 kg
Ufsi 299 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 909 kg
16.7.19 Beta GK-036 Lína
Karfi / Gullkarfi 658 kg
Hlýri 172 kg
Keila 26 kg
Þorskur 6 kg
Grálúða / Svarta spraka 5 kg
Ýsa 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 874 kg

Skoða allar landanir »